Velferðarhópur vill faglegt samstarfi

Á síðasta fundi félags- og tómstundanefndar svf. Skagafjarðar var lögð fram skýrsla starfshóps SSNV um mögulegt samstarf á sviði félagsþjónustu á Norðurlandi vestra ("velferðarhóps"), sem rædd verður á þingi SSNV nú um helgina.

Félags- og tómstundanefnd telur mikilvægt að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra standi saman að faglegu samstarfi og pólitísku samráði um félagsþjónustu og aðra grunnþjónustu á svæðinu. Nefndin telur að skýrslan sé gagnlegt innlegg í þá umræðu en hvetur til að málið verði skoðað betur, m.a. kostnaðargreint, áður en ákvarðanir eru teknar um formlegt byggðasamlag um almenna félagsþjónustu. Jafnframt telur nefndin að skoða beri hliðstætt samráð um fleiri þætti velferðarþjónustunnar s.s. frístundamál og skólaþjónustu, en sveitafélagið hefur á undanförnum árum lagt áherslu á samþætta fjölskylduþjónustu og gerir enn.

Fleiri fréttir