Vetrarleikar í Tindastóli
Laugardaginn 25. febrúar hófust Vetrarleikar í Tindastól þar sem ýmislegt var í boði fyrir fólk á öllum aldri. Margir mættu með skíði, bretti eða annað rennanlegt til að skemmta sér og sínum og tókst ágætlega. Vegna bilunar í skíðalyftu og óhagstæðs veðurs á sunnudeginum var dagskrá þann daginn færð til þess næsta þ.e. sunnudagsins 4. mars.
Feykir mætti í Stólinn á laugardeginum og tók upp nokkur skemmtileg augnablik sem hægt er að sjá hér að neðan.
http://www.youtube.com/watch?v=z5h6g_h15nA&feature=youtu.be