Víða hálka og skafrenningur en sumstaðar enn ófært

Á Norðurlandi vestra er víða hálka og skafrenningur og snjókoma á stöku stað. Þæfingsfærð og éljagangur er á Þverárfjalli. Ófært er yst á Siglufjarðarvegi, á vestanverðum Skaganum og út á Reykjaströnd.

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er norðan 8-13 m/s og él fram eftir morgni, en lægir síðan og léttir til. Sunnan- og suðvestan 8-13 og éljagangur seinni partinn. Hvessir og snjóar á morgun. Frost 2 til 12 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Gengur í norðan 18-25 m/s með snjókomu, en úrkomulítið S-lands. Hægari austantil fram eftir morgni, en dregur úr vindi og styttir upp V-lands seinnipartinn. Frost 2 til 12 stig, mest í innsveitum.

Á mánudag:

Norðvestan 10-15 m/s við A-ströndina, en annars hæg breytileg átt. Víða dálítil él og talsvert frost, en vaxandi suðlæg átt með ofankomu V-til um kvöldið og dregur úr frosti.

Á þriðjudag:

Suðaustan hvassviðri eða stormur með slyddu eða snjókomu og jafnvel rigningu um tíma, en gengur í suðvestan hvassviðri með éljagangi um kvöldið. Hlýnar í bili.

Á miðvikudag:

Gengur í norðan hvassviðri með snjókomu á norðvestanverðu landinu, en mun hægari og úrkomulítið austantil. Frost um mest allt land.

Á fimmtudag:

Búast má við norðan hvassviðri með ofankomu á norðanverðu landinu og frosti um land allt.

 

Fleiri fréttir