Víðimelsbræður með snjómokstur á Krók
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar hefur ákveðið að ganga að tilboði Víðmelsbræðra er varðar snjómokstur og hálkueyðingu á Sauðárkróki.
Tilboð bárust frá Steypustöð Skagafjarðar, Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar og Víðimelsbræðrum. Eftir að hafa borið saman tækjalista og tilboðsupphæðir fyrirtækjanna var samþykkt að ganga til samninga við Víðimelsbræður á grundvelli tilboðs þeirra sem var hagstæðast