Viðtalstímar vegna menningarstyrkja
Menningarráð Norðurlands vestra hefur auglýst eftir umsóknum um menningarstyrki.
Auglýsingin var send á öll heimili og fyrirtæki þann 25. ágúst síðastliðinn, hana má sjá hér: Auglýsing um verkefnastyrki. Umsóknarfresturinn rennur út þann 15. september.
Menningarfulltrúi Norðurlands vestra verður með eftirfarandi viðtalstíma vegna auglýsinganna:
- Mánudagur 5. september:
- Kl. 13.00-14.00 Skrifstofa Bæjarhrepps, Borðeyri
- Kl. 15.00-18.00 Skrifstofa SSNV, Höfðabraut 6, Hvammstanga
- Þriðjudagur 6. september:
- Kl. 15.00-18.00 Skrifstofa Blönduósbæjar
- Miðvikudagur 7. september:
- Kl. 15.00-19.00 Fundarsalur, Faxatorgi 1, efri hæð, Sauðárkróki