Vilja byggja nemendagarða við Laugatún

Frá Sauðárkróki

 Nemendagarðar Skagafjarðar ses hafa í hyggju að byggja átta íbúðir við Laugatún á Sauðárkróki það er takist að fjármagna bygginguna.

Félagið hefur sótt um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum vegna byggingarinnar er því erindi var synjað.  Mikill skortur er á leiguíbúðum á Sauðárkróki og ljóst að mikil þörf er á nýbyggingum sem þessari. Takist að fjármagna verkið er stefnt að því að hefja framkvæmdir sem fyrst.

Fleiri fréttir