Viltu taka þátt í að velja þema næstu Prjónagleði?

Prjónagleðin - Iceland Knit Fest verður haldin í fimmta sinn, dagana 12. – 14. júní 2020. Undirbúningur fyrir hátíðina er hafinn og stefnt er að því að opna fyrir pantanir á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar, www.textilmidstod.is í byrjun næsta árs. 

Undirbúningsnefndin vill kanna hvort samfélagið sé til í að taka þátt í því með okkur að velja þema fyrir Prjónagleði 2020. Hingað til hafa verið sérstök „þemu“ fyrir hverja Prjónagleði og í sambandi við þemað hafa verið haldnar prjónasamkeppnir.

Síðustu ár hafa þemun verið: 2016 – Sauðkindin, 2017 – Ullin, 2018 – Fullveldið og 2019 var Hafið en Prjónagleðina bar upp á dag hafsins. 

Þeir sem eru til í að taka þátt eru beðnir um að senda tillögu á netfangið; johanna@textilmidstod.is fyrir áramót.

Viljum við einnig nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í Prjónagleðinni á undanförnum árum, fyrir aðstoðina og alla aðkomu að Prjónagleðinni.

Óskum ykkur öllum gleðilegra prjónajóla og gleðilegs prjónaárs 2020!

 

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir