Vinnuvélar Símonar ehf. með hagstæðasta tilboðið

Snjómokstur á Sauðárkróki veturinn 2012-2013 var til umræðu á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Svf. Skagafjarðar í gær. Á fundinum kom fram að 2. október sl. voru opnuð tilboð í vetrarþjónustu, snjómokstur og hálkueyðingu á Sauðárkróki og bárust tilboð frá Vinnuvélaum Símonar ehf., Messuholti ehf. og frá Steypustöð Skagafjarðar.

Í fundargerð segir að tilboðsupphæðir og tækjalistar hafa verið yfirfarnir og bornir saman. Á fundinum var samþykkt að ganga til samninga við Vinnuvélar Símonar ehf. á grundvelli tilboðs þeirra sem var hagstæðast.

Fleiri fréttir