Skagafjörður

Ójöfnuður meðal kvenna í íslensku samfélagi - Niðurstöður spurningakönnunar meðal kvenna á Íslandi

Nú á dögunum lauk rannsókn Háskólans á Akureyri og Vörðu, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, sem er eitt þeirra fjögurra verkefna sem hlaut styrkveitingu úr Byggðarannsóknasjóði vorið 2022. Skýrsla rannsóknarinnar ber heitið Ójöfnuður meðal kvenna í íslensku samfélagi. Niðurstöður spurningakönnunar meðal kvenna á Íslandi. Höfundar eru Berglind Hólm Ragnarsdóttir, Kristín Heba Gísladóttir, Valgerður S. Bjarnadóttir og Maya Staub.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Sviðslistasjóð Rannís og listamannalaun 2024

Auglýst er eftir umsóknum í Sviðslistasjóð Rannís. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna atvinnusviðslistahópa. Umsókn í sviðslistasjóð getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef tilgreint í umsóknarformi. Sviðslistaráð úthlutar styrkjum til stuðnings atvinnusviðslistahópum, sbr. lög um sviðslistir 2019 nr. 165.
Meira

Mikil stemmning á Landshlutamóti unglingadeilda á Norðurlandi

Unglingadeildin Trölli stóð fyrir landshlutamóti fyrir unglingadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjörg á Norðurlandi um miðjan ágúst. Mótið fór fram á Hofsósi og stóð frá fimmtudegi til laugardags. Þangað mættu um 30 unglingar auk 15 umsjónarmanna úr fjórum unglingadeildum og var keppt í alls konar þrautum og leikjum. 
Meira

Innviðaráðherra fundaði með landshlutasamtökum sveitarfélaga

Á heimasíðu ssnv.is segir að Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV heimsótti innviðaráðuneytið nú á dögunum ásamt öðrum framkvæmdastjórum og formönnum landshlutasamtakanna. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra fundaði með hópnum en landshlutasamtökin óskuðu eftir fundinum í þeim tilgangi að kynna samtökin, hlutverk þeirra og verkefni fyrir ráðherra og fá sýn hennar á byggðaþróun.
Meira

Tvö ný listaverk á Norðurstrandarleið

Feykir sagði frá því, fyrir viku síðan, að nýtt listaverk væri komið upp á Sauðárkróki en nú hafa verið sett upp ný listaverk á Skagaströnd og á Hvammstanga. Listaverkin voru unnin af hópi listafólks frá Úkraínu sem kallar sig UNDRUN/Dyvyna DECOR, en þau hafa reynslu af því að vinna sambærileg verkefni á Íslandi. Við hönnun listaverkanna var litið til sagnaarfs svæðisins og áherslur Norðurstrandarleiðar. Á Sauðárkrók var settur upp hestur, myndarammi með Þórdísi spákonu er kominn upp á Skagaströnd og á Hvammstanga má finna sel í fjörunni.
Meira

Andri Snær og Sara Líf stóðu sig vel í hrútadómum óvanra

Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum er nýr Íslandsmeistari í hrútadómum. Hann sigraði eftir harða keppni á Sauðfjársetrinu í Sævangi sl. sunnudag. Í öðru sæti varð Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit og þriðja varð Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð á Ströndum. Bæði Jón Þór og Hadda hafa áður unnið Íslandsmeistaratitil en frá þessu segir á FB-síðu Sauðfjárseturs á Ströndum.
Meira

Skagfirðingamótið haldið í frábæru golfveðri í Borgarnesi

Laugardaginn 10. ágúst var glatt á hjalla á Hamri í Borgarnesi en þá fór fram 26. Skagfirðingamótið í frábæru golfveðri, logn og smá væta. Alls gátu 96 einstaklingar tekið þátt og var kominn biðlisti þegar styttist í mót en enginn forfallaðist og komust því færri að en vildu þetta árið, þar af voru 57 karlmenn og 39 kvenmenn.
Meira

Una Karen í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í höggleik

Um sl. helgi fór fram Íslandsmót unglinga í höggleik og var leikið á Nesvelli hjá Golfklúbbnum Ness á Seltjarnarnesi fyrir keppendur 14 ára og yngri og fyrir keppendur 15-18 ára var keppt á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Golfklúbbur Skagafjarðar átti nokkra flotta fulltrúa á báðum völlum en það sem stóð upp úr eftir helgina var að Una Karen Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð í 2. sæti í sínum flokki, frábær árangur.
Meira

Grikkinn Ioannis bætist í hóp Tindastólsmanna

Það styttist í að körfuboltinn fari að skoppa og nú í dag tilkynnti körfuknattleiksdeild Tindastóls um að samið hefði verið við hinn gríska Ioannis Agravanis um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deildinni. „Agravanis er fjölhæfur framherji sem getur gert sitt lítið að hverju inn á vellinum. Það tók sinn tíma að finna leikmann með hans eiginleika og vonandi mun sú þolinmæði skila sér.“ segir Benedikt Guðmundsson þjálfari Stólanna í tilkynningu frá félaginu.
Meira

Stólarnir komnir í góða stöðu á toppi 4. deildar

Það var stórleikur í 4. deildinni á Króknum í dag þegar lið Tindastóls tók á móti Kópavogspiltum í Ými í raka og þelköldu þokulofti. Liðin hafa skipst á um að tróna á toppi deildarinnar síðustu vikurnar og ljóst að sigur í dag yrði stórt skref fyrir heimamenn í átt að því að tryggja sér keppnisrétt í 3. deild að ári. Það fór svo að stigin þrjú bættust í Stólapottinn eftir 3-1 sigur og áfram heldur frábært gengi Tindastóls í deildinni.
Meira