Aþena nældi í sigur þrátt fyrir magnaða endurkomu Stólastúlkna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.05.2024
kl. 12.33
„Við erum staðráðnar í að svara fyrir okkur á þriðjudaginn og ég skora á alla Tindastólsmenn að mæta í Síkið og fylkja sér að baki okkar og aðstoða okkur við að vinna þann leik svo við getum farið í hreinan úrslitaleik eftir það,“ sagði Helgi þjálfari Margeirs eftir grátlega naumt tap gegn liði Aþenu í Breiðholtinu í gærkvöldi. Eftir magnaða endurkomu Stólastúlkna þar sem þær unnu upp níu stiga mun á 85 sekúndum undir lok leiksins þá var það Sianni Martin sem gerði sigurkörfu Aþenu með erfiðu skoti sem hún setti í. Lokatölur 80-78.
Meira