Vertu velkomin í Skagafjörðinn Edyta Falenczyk
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.07.2024
kl. 11.22
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina pólsku Edyta Falenczyk um að leika með kvennaliðinu í Bónusdeildinni á komandi tímabili. “Edyta hefur reynslu úr efstu deild á Íslandi. Hún er öflugur fjarki sem getur teygt á gólfinu og hún er góð skytta auk þess að vera góður varnarmaður og frákastari. Það er eitthvað sem við þurfum til að vinna leiki” segir Israel Martin.
Meira