Skagafjörður

Vertu velkomin í Skagafjörðinn Edyta Falenczyk

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina pólsku Edyta Falenczyk um að leika með kvennaliðinu í Bónusdeildinni á komandi tímabili. “Edyta hefur reynslu úr efstu deild á Íslandi. Hún er öflugur fjarki sem getur teygt á gólfinu og hún er góð skytta auk þess að vera góður varnarmaður og frákastari. Það er eitthvað sem við þurfum til að vinna leiki” segir Israel Martin.
Meira

Nú verður dansinn stiginn í Árgarði Í Skagafirð

Harmonika virkar mjög flókin og gamaldags en er tiltölulega ungt hljóðfæri, varð ekki til fyrr en á þriðja áratug 19. aldar. Hún virkar þannig að þegar maður blæs eða tregur hana sundur og saman fer loft í gegnum tónfjaðrir sem samanstanda af hljómborði, bassa og belg. Ýmsar stærðir og gerðir eru til af harmonikum og eru þær ýmist með hljómbassa eða tónbassa. Hún er fyrst og fremst danshljóðfæri og eru alls konar dansar dansaðir við hljóma hennar. Harmonikan byrjaði sem hljóðfæri yfirstéttarinnar en á síðari hluta 19. aldar tókst mönnum í Þýskalandi að finna aðferð til að fjöldaframleiða hana. Það varð til þess að verðið á henni lækkaði talsvert og þá höfðu fleiri tök á að fjárfesta í einni slíkri. Talið er að hún hafi komið til Íslands seinni hluta 19. aldar og varð strax geysivinsælt hljóðfæri.
Meira

Grétar Freyr vann sjöunda Hard Wok mótið

Sjöunda Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær þar sem 17 kylfingar tóku þátt. Veðrið var frábært og ágætis skor. Sigurvegari mótsins, annað skiptið í röð því hann vann einnig sjötta Hard Wok mótið, var Grétar Freyr Pétursson með 27 punkta.
Meira

Hjólhýsabruni á Löngumýri, Skagafirði

Eldur kviknaði í hjólhýsi á Löngumýri í Skagafirði í dag. Samkvæmt Brunavörnum Skagafjarðar barst tilkynning um brunann kl. 10:59 og var allt tiltækt lið frá Sauðárkróki kallað út. Við komu viðbragðsaðila á staðinn var hjólhýsið gjörónýtt og til happs var að enginn var í hjólhýsinu þegar eldur kom upp. Þá voru engin mannvirki nálægt og gróður í kringum hjólhýsið blautt og iðagrænt og náði því eldurinn ekki að breiðast meira út áður en slökkvibíllinn kom á staðinn.  
Meira

Frábær árangur á Íslandsmóti barna og unglinga í hestaíþróttum

Íslandsmót í barna- og unglingaflokki í hestaíþróttum fór fram í Mosfellsbæ á dögunum og þar átti hestamannafélagið Skagfirðingur flottar fulltrúa sem stóðu sig ótrúlega vel. Í barnaflokki var einn fulltrúi, Emma Rún Arnardóttir, í unglingaflokki kepptu þær Greta Berglind Jakobsdóttir, Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.
Meira

Norðanpaunk haldið í 10. sinn um verslunarmannahelgina

Um verslunarmannahelgina verður Norðanpaunk, ættarmót paunkara, haldið í 10. sinn á Laugarbakka í Miðfirði. Á vefnum huni.is segir að áhersla hátíðarinnar frá upphafi hefur ávallt verið á óvanalega íslenska jaðartónlist, en nokkrar erlendar sveitir hafa einnig mætt á svæðið og spilað fyrir gesti. Engin breyting verður á því í ár. Allt skipulag Norðanpaunks er í höndum sjálfboðaliða sem samanstanda af hljómsveitameðlimum og gestum hátíðarinnar.
Meira

Golfklúbbur Skagafjarðar keppir í 3. deildinni að ári

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fór fram í Vestmannaeyjum dagana 23.-25. júlí. Átta golfklúbbar kepptu um eitt laust sæti í 1. deild að ári og átti Golfklúbbur Skagafjarðar fulltrúa á þessu móti. Það voru þeir Ingvi Þór Óskarsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Tómas Bjarki Guðmundsson, Hlynur Freyr Einarsson, Atli Freyr Rafnsson, Hákon Ingi Rafnsson, Jóhann Örn Bjarkason og Þórleifur Karlsson sem fóru fyrir hönd GSS, liðsstjóri var Andri Þór Árnason. 
Meira

Þórgunnur varð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum

Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum fór fram á félagssvæði Fáks í Reykjavík nú um helgina. Þórgunnur Þórarinsdóttir, Hestamannafélaginu Skagfirðingi, varð þá Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum í ungmennaflokki á Djarfi frá Flatatungu.
Meira

Eldað í Air-fryer - blómkálsvængir og kanilsnúningar

Þá er komið að því að kynna tvo nýja rétti sem hægt er að græja í air fryer og verður boðið upp á blómkálsvængi með hlynsírópsgljáa og kanilsnúninga…. Mmmmm nammi namm...
Meira

Girðing sprettur upp umhverfis kirkjugarðinn á Króknum

Þeir sem hafa átt erindi upp á Nafirnar ofan Sauðárkróks hafa væntanlega tekið eftir því að þar eru í gangi framkvæmdir við girðinguna umhverfis kirkjugarðinn. Steypta girðingin austan megin garðsins hefur verið felld og fjarlægð og sama gildir um trégirðinguna. Nú er búið að steypa undirstöður fyrir nýja girðingu og framkvæmdir hafnar við að koma þeirri nýju fyrir.
Meira