Snjódýpt í Fljótum yfir meter að jafnaði
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
18.04.2024
kl. 14.31
„Tíðarfarið hefur verið nokkuð óvenjulegt frá 21. mars en allar helgar síðan þá hafa skollið á norðan stórhríðir en lítill snjór var annars þennan vetur,“ segir Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi á Molastöðum í Fljótum en hann sér einnig um skólaakstur í sveitinni. Halldór bætir við að það sé nokkuð óvenjulegt að fá svona mikinn snjó seint og segir að yfirleitt þegar snjóþungt sé í Fljótum hafi sá snjór verið að safnast allan veturinn, oft frá því í október.
Meira