Vilja hefja framkvæmdir við Fljótagöng árið 2026
feykir.is
Skagafjörður
02.09.2024
kl. 23.30
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kom saman til fundar í dag vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur á Siglufjarðarvegi. TIl fundarins voru boðaðir fulltrúar Skagafjarðar, Fjallabyggðar og Vegagerðarinnar. Niðurstaða fundarins var að markmiðið verði að gerð jarðganga undir Siglufjarðarskarð geti hafist árið 2026 og verkinu ljúki á fjórum árum.
Meira
