Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur, hélt fræðsluerindi fyrir refaskyttur Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður
28.04.2023
kl. 08.44
Refaskyttur sveitarfélagsins Skagafjarðar fengu góða heimsókn á árlegan fund veiðimanna og landbúnaðarnefndar í Ljósheimum í gær. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hélt fræðsluerindi um íslenska melrakkann og fór yfir helstu niðurstöður refarannsókna, sem gerðar hafa verið á Íslandi og erlendis á síðustu áratugum. Erindið var hið fróðlegasta og fyrirspurnir og umræður í framhaldi af því.
Meira