Sýnum ábyrgð og eflum eldvarnir
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.11.2023
kl. 09.53
Þessa vikuna stendur yfir Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna LSS. Er þetta árlegt átak þar sem slökkviliðsmenn um allt land heimsækja börn í 3. bekk í grunnskólum landsins. Brunavörnum Skagafjarðar verða á ferðinni næstu vikurnar að heimsækja öll átta ára börn í Skagafirði. Tilgangur heimsóknarinnar er að fræða börnin og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Þetta árið verður mikið lagt upp úr eldhættu sem stafar af notkun og hleðslu raf- og snjalltækja. Þessi tæki á ævinlega að hlaða og geyma í öruggu umhverfi þar sem síður er hætta á að eldur komi upp eða breiðist út með tilheyrandi tjóni og óþægindum. Við þekkjum alltof mörg dæmi um að verulegt tjón hafi orðið vegna þessara tækja.
Meira
