Skagafjörður

Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur, hélt fræðsluerindi fyrir refaskyttur Skagafjarðar

Refaskyttur sveitarfélagsins Skagafjarðar fengu góða heimsókn á árlegan fund veiðimanna og landbúnaðarnefndar í Ljósheimum í gær. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hélt fræðsluerindi um íslenska melrakkann og fór yfir helstu niðurstöður refarannsókna, sem gerðar hafa verið á Íslandi og erlendis á síðustu áratugum. Erindið var hið fróðlegasta og fyrirspurnir og umræður í framhaldi af því.
Meira

Gleðilegt sumar! – Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er skrifaður, á sumardeginum fyrsta, er 24 stiga hiti úti og að mestu heiðskýrt. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýindum og jafnvel að hitastigið muni stíga frekar upp. Hér er gróður vel á veg kominn í görðum og torgum enda vökvaðir reglulega. Helst til þurrt fyrir úthagagróður og hagi er enginn. Mannlífið er gott, fólk spókar sig á stuttbuxunum dag hvern og lætur sér líða vel og hótel og matsölustaðir eru við hvert fótmál.
Meira

Hestadagar í Skagafirði hefjast á morgun - UPPFÆRT

Á morgun, föstudagskvöldið 28. apríl, fer fram lokakvöld Meistaradeildar KS í hestaíþróttum þar sem keppt verður í tölti og skeiði. Þá kemur í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar eftir spennandi Meistaradeildarkeppni í vetur. Þá verða kennslusýningar á laugardaginn og veislan verður svo toppuð með stórsýningunni Tekið til kostanna.
Meira

Varmahlíðarskóli flaug í úrslit í Skólahreysti eftir allt

Það var heldur betur boðið upp á drama þegar Skólahreysti grunnskólanema hófst í gær. Keppt var í íþróttahöllinni á Akureyri og fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku þátt í fyrra úrtakinu sem hóf keppni klukkan fimm í gær í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Þar tóku fulltrúar Árskóla, Grunnskólans austan Vatna, Húnaskóla og Varmahlíðarskóla á honum stóra sínum. Þegar upp var staðið kom í ljós að Varmahlíðarskóli bar sigur úr býtum þrátt fyrir að Brúarásskóli á Egilsstöðum hafi verið kynntur sigurvegari í beinni.
Meira

Styrktarhlaup Einstakra barna á Sauðárkróki þann 1. maí

Hlaupahópurinn 550 rammvilltar ætla að taka Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sér til fyrirmyndar og efna til styrktarhlaups fyrir Einstök börn, sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni.
Meira

Myndlistarsýning opnuð í Miðgarði í dag

Myndlistarsýning Varmahlíðarskóla verður opnuð í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð kl. 14:30 í dag. Til sýnis verða verk eftir nemendur í 1.-10. bekk skólans en um er að ræða málverk, teikningar, klippiverk og ljósmyndir sem sendar voru í ljósmyndakeppni nemenda á unglingastigi. Sýningin stendur yfir Sæluviku og lýkur 7. maí. Sýningarstjóri er Íris Olga Lúðvíksdóttir myndlistarkennari skólans.
Meira

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Á svið við upphaf Sæluviku

Næstkomandi sunnudag hefst Sæluvika Skagfirðinga með allri sinni dýrð og samkvæmt hefð frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks sitt leikrit um kvöldið. Að þessu sinni varð gamanleikurinn Á svið fyrir valinu eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Feykir sendi Sigurlaugu Dóru Ingimundardóttur, formanns félagsins, nokkrar spurningar og forvitnaðist um verkið.
Meira

Fljótagöng og samgöngur í Fljótum og til Siglufjarðar :: Stefán Vagn Stefánsson skrifar

Nú í vikunni var birt sláandi mynd af ástandi Siglufjarðarvegar. Þar sést greinilega hversu mikið hefur hrunið úr hlíðinni, en það er stutt í að vegurinn verði í raun ófær eða honum lokað sem öryggisráðstöfun. Öllum ætti að vera ljóst að núverandi veglína er ekki framtíðarlausn og að horfa verði til annarra leiða hvað varðar samgöngur milli Fljóta og Siglufjarðar. Að þessu sögðu er ljóst að framkvæmdir við Fljótagöng þola enga bið og hefja þarf undirbúning þeirra strax. Göng á milli Fljóta og Siglufjarðar yrðu gríðarleg samgöngubót fyrir vegfarendur á þessari leið en ekki síður myndi slík framkvæmd auka umferðaröryggi verulega.
Meira

Njarðvíkingar hnykluðu vöðvana í Ljónagryfjunni

Þriðji leikur í rimmu Njarðvíkur og Tindastóls fór fram í gær. Stólarnir voru 2-0 yfir í einvíginu og hefðu með sigri getað sópað Loga og félögum í sumarfrí en fengu í staðinn á baukinn. Njarðvíkingar höfðu tögl og haldir nánast frá fyrstu til síðustu mínútu en það var aðeins í upphafi annars leikhluta sem Stólarnir klóruðu í bakkann áður en heimamenn tóku yfir á ný. Lokatölur 109-78 og næsti leikur verður í Síkinu á laugardag.
Meira

Yfirleitt mjög góð stemning fyrir keppni í Skólahreysti

Skólahreysti fer af stað í dag en þá mætast fulltrúar skólanna á Norðurlandi í mikilli keppni í íþróttahöllinni á Akureyri. Fulltrúar grunnskólanna á Norðurlandi vestra hafa staðið sig með miklum sóma í gegnum tíðina og þeir munu væntanlega ekki gefa þumlung eftir í dag. Keppnin hefst kl. 17 og hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu í Sjónvarpi allra landsmanna. Grunnskólinn austan Vatna lætur ekki sitt eftir liggja og Feykir sendi nokkrar spurningar á Jóhann Bjarnason skólastjóra.
Meira