Skagafjörður

Stórleikur í Síkinu korter yfir sex í dag

Það verður ekkert slen í boði í Síkinu í dag þegar Tindastóll og Keflavík mætast í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Stólana og með sigri í kvöld tryggja þeir sætið í fjögurra liða úrslitum. Keflvíkingar verða sennilega ekki á þeim buxunum að hleypa heimamönnum þangað fyrirhafnarlaust. Tindastólsmenn treysta á að stuðningsmenn fjölmenni og verði sem þeitta sjötti maður í Síkinu.
Meira

Fjögur verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrk

Í gær hlutu 28 verkefni styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal. Þrjú verkefni í Skagafirði hlutu styrk upp á samtals 23,8 milljónir króna og þá fékk fasi 2 við Spákonufellshöfða á Skagaströnd styrk upp á 11,4 milljónir króna.
Meira

Strumpagrautur og boost

Matgæðingur fyrstu vikuna á þessu herrans ári, 2023, var Kristinn Arnar Benjamínsson sem vill helst láta kalla sig Kidda. Kiddi er fæddur árið 1991, er leikskólakennari og starfar sem leikskólastjóri á Hvammstanga. Eiginkona Kidda heitir Fjóla og eiga þau tvo hressa drengi sem heita Almar og Ingvar. Kiddi er uppalinn á Hvammstanga en eftir að hafa farið suður í nám tókst honum, árið 2021, að draga fjölskylduna norður og keyptu þau hús á Hvammstanga. Kiddi ætlar að deila með ykkur tveim uppskriftum.
Meira

Verbúðalíf á Höfnum á Skaga :: Byggðasafnspistill

Nýverið fengu Byggðasafn Skagfirðinga og Fornleifastofnun Íslands ses. styrk úr fornminjasjóði til áframhaldandi fornleifarannsókna á verbúðaminjum á Höfnum á Skaga sumarið 2023. Útver voru á Höfnum og munu löngum hafa verið hin stærstu í Húnavatnssýslu en útræði lagðist þar af í lok 19. aldar.
Meira

Fiskmarkaður Sauðárkróks opnar húsakynni sín með móttöku

Á morgun, laugardaginn 15. apríl, verður nýtt og glæsilegt húsnæði Fiskmarkaðs Sauðárkróks tekið í notkun á Sandeyrinni á hafnarsvæðinu. Skagfirðingum og velunnurum annars staðar frá er boðið til móttöku í tilefni þessara ánægjulega tímamóta og hefst hún kl. 15:00 og stendur til kl. 17:00 þannig að Króksarar geta drifið sig í Síkið til að sjá leik Tindastóls og Keflavíkur.
Meira

Grillað og reykt

Matgæðingur í tbl 2 á þessu ári var Elísabet S.K. Ágústsdóttir en hún vinnur sem verslunarstjóri í Vélaval í Varmahlíð og býr ásamt eiginmanni sínum, Torfa, í Sunnuhlíð í Varmahlíð og hafa gert síðan 2020.
Meira

Riða gæti verið á öðrum bæ í Miðfjarðarhólfi

Eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum er búið að skera niður um 700 kindur á Bergsstöðum eftir að riðuveiki greindist í fyrsta sinn í Miðfjarðarhólfi í síðasta mánuði. RÚV segir frá því að grunur leiki á um að riða hafi greinst í öðrum bæ í hólfinu.
Meira

Má bjóða þér ruslaþvottavél? :: Leiðari Feykis

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að hringrásarhagkerfið er komið til að vera með flokkun sorps á hverju heimili landsmanna. Frá 1. apríl sl. eiga allir að flokka samkvæmt landslögum. Flokkun hefur reyndar víða verið viðhöfð í einhvern tíma en annars staðar er þetta nýtt t.d. í dreifbýli Skagafjarðar. Þar sem ég bý, á Króknum, hefur verið flokkað í einhver ár og gengið án vandræða.
Meira

Hólanemar með sýnikennslu á Degi reiðmennskunnar

Þann 25. mars tóku þriðja árs nemendur hestafræðideildar Háskólans á Hólum þátt í Degi reiðmennskunnar hjá hestamannafélaginu Fáki í Víðidal í Reykjavík. Dagur reiðmennskunnar er árlegur viðburður, yfir daginn eru kennslusýningar með mörgum af okkar færustu tamningamönnum og sýnendum. Um kvöldið er svo stórsýning þar sem ungir sem aldnir knapar hestamannafélagsins Fáks sýna listir sínar.
Meira

Stólarnir ekki í stuði í Keflavík

Stólarnir mættu til leiks í Keflavík í gær í 2-0 stöðu í einvíginu við Keflavík í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Þeir áttu því möguleika á að sópa Suðurnesjapiltunum í sumarfrí í Blue-höllinni en svo virðist sem þeir hafi skilið sópinn eftir heima í Síki því það var aldrei í spilunum að Keflvíkingar töpuðu leiknum. Þeir náðu yfirhöndinni undir lok fyrsta leikhluta og gestirnir náðu aldrei áhlaupi sem var líklegt til að snúa leiknum Stólunum í hag. Lokatölur 100-78.
Meira