María Anna og Cosmin Blagoi semja um að þjálfa hjá Tindastóli
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.08.2023
kl. 10.56
Undirskriftapenninn er í fullri notkun hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls og vissara að Dagur Baldvins og félagar kanni blekstöðuna fyrr en síðar. Ekki var nóg með að í gær hafi verið tilkynnt um að fjölmeistarinn Callum Lawson hefði samið um að spila með meistaraflokki karla því einnig var tilkynnt að unglingaráð hefði samið við Maríu Önnu Kemp Guðmundsdóttur og Cosmin Blagoi um að þjálfa yngri flokka félagsins. Blagoi mun einnig aðstoða Helga Margeirs með meistaraflokk kvenna og akademíu FNV.
Meira