Stórleikur í Síkinu korter yfir sex í dag
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.04.2023
kl. 13.08
Það verður ekkert slen í boði í Síkinu í dag þegar Tindastóll og Keflavík mætast í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Stólana og með sigri í kvöld tryggja þeir sætið í fjögurra liða úrslitum. Keflvíkingar verða sennilega ekki á þeim buxunum að hleypa heimamönnum þangað fyrirhafnarlaust. Tindastólsmenn treysta á að stuðningsmenn fjölmenni og verði sem þeitta sjötti maður í Síkinu.
Meira