Skagafjörður

Ársþing SSNV ályktaði um riðumál

31. ársþing SSNV fór fram síðastliðinn föstudag á Hótel Laugarbakka. Þó Miðfjörðurinn hafi tekið vel á móti gestum þá fór ársþingið fram í skugga tíðinda af riðutilfellum á svæðinu. Þingið notaði tækifærið og skoraði á Matvælaráðherra að fara án tafar í breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. Jafnframt þurfi að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og tryggja fjármagn til rannsókna.
Meira

Það er gott og gaman að taka þátt í atvinnulífssýningunni á Króknum

Atvinnulífssýning verður haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 20. - 21. maí nk. líkt og áður hefur verið sagt frá. Feykir spurði Sigfús Ólaf Guðmundsson, verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála hjá sveitarfélaginu Skagafirði, hvernig gengi að selja pláss. „Skráningin gengur vel og er í fullum gangi. Síðast voru um 60 fyrirtæki og stefnum við á þá tölu í ár,“ segir Sigfús Ólafur. Síðast var atvinnulífssýning á Sauðárkróki vorið 2018.
Meira

Skeifan afhent í 66. skipti

Skeifudagurinn fer fram í hestamiðstöð Landbúnaðarháskólans Íslands á Hvanneyri að Mið-Fossum Sumardaginn fyrsta og hefst kl. 13 með fánareið og setningu. Skeifudagurinn dregur nafn sitt af verðlaununum sem veitt eru af Morgunblaðinu sem vildi með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Skeifuna hlýtur sá nemandi sem efstur stendur á prófi í tamningu og reiðmennsku. Auk Skeifunnar er einnig keppt um Gunnarsbikarinn, Eiðfaxabikar, Ásetuverðlaun Félags tamingarmanna og Framfaraverðlaun Reynis.
Meira

Sofie Dall og María Dögg með Stólastúlkum

Lið Tindastóls sem spilar í Bestu deild kvenna í sumar hefur óvænt náð að styrkja hópinn en Sofie Dall Henriksen hefur gengið til liðs við Stólastúlkur. Að sögn Donna þjálfara var Sofie fyrir tilviljun að vinna á Króknum hjá Mjólkursamlaginu. „Við fengum veður af því frá yfirmanni hennar að þarna væri stelpa sem hefur áður verið að spila fótbolta.“
Meira

Njarðvík var það, heillin

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfuknattleik en þá mættust Haukar og Þór Þorlákshöfn í oddaleik. Eftir að Hafnfirðingar höfðu leitt nánast allan tímann en ekki tekist að hrista ólseiga Þórsara af sér þá fór það svo að hafnfirski mótorinn hökti á lokamínútunum meðan Þórsararnir gáfu Vincent Shahid licence to kill – eða semsagt leyfi til að klára málið – sem hann og gerði. Þar með var ljóst að Tindastóll mætir liði Njarðvíkur í undanúrslitum og Þórsarar mæta Valsmönnum.
Meira

Bændur vilja önnur úrræði í baráttunni við riðuna

RÚV segir frá því að bændur í Húnaþingi vestra vilji endurskoðun á reglugerð um riðuveiki. Eins og greint hefur verið frá á Feyki þá hefur riða greinst á tveimur bæjum í Miðfirði í Húnaþingi vestra en aflífa þurfti 700 kindur á Bergsstöðum og í dag átti að skera niður 720 kindur á Syðri-Urriðaá. Það var hinsvegar ólíklegt að það næðist vegna óvissu vegna förgunar á hræjunum. Fresta verður aflífun fram á sumar ef ekki tekst að leysa förgunarmál fyrir lok dags.
Meira

Konungur og drottning fuglanna við Vesturós Héraðsvatna

Vorkoman er alltaf fagnaðarefni eftir langan vetur og sálin léttist eftir því sem fleiri farfuglar tínast til landsins. Kunnuglegir vinir kroppa í svörðinn og mófuglar syngja. Svo eru það flækingarnir sem einnig gleðja. Það er nú vafasamt að telja erni og súlur til flækingsfugla en í Skagafirði er afar sjaldgæft að sjá þessa íslensku glæsifugla sem oft hafa verið nefnd konungur fuglanna og drottning Atlantshafsins.
Meira

Sjálfstraust leikmanna Tindastóls gleður Pavel hvað mest þessa dagana

Það fór ekki framhjá neinum að lið Tindastóls tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway-deildarinn um liðna helgi. Liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Keflvíkinga í parket, vann þrjá leik meðan andstæðingarnir nældu í einn sigur. Það er gaman að fylgjast með Stólunum sem ná vel saman og stemningin í hópnum smitandi. Á bak við liðið er síðan öflugasti stuðningsmannahópur landsins og þótt víðar væri leitað. Feykir lagði örfáar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Pavel Ermolinski.
Meira

Stólarnir tryggðu sér sæti í undanúrslitum með glæsibrag | UPPFÆRÐ FRÉTT

Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í kvöld og tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway-deildarinnar með öruggum sigri á bitlitlum Suðurnesjapiltum. Stólarnir höfðu betur í öllum leikhlutum leiksins og unnu átján stiga sigur að lokum en mest náðu strákarnir 24 stiga forystu. Það var aðeins í öðrum leikhluta sem gestirnir komust yfir en Stólarnir enduðu leikhlutann með glæsibrag og voru tíu stigum yfir í hálfleik. Lokatölur í leiknum voru 97-79.
Meira

Myndasyrpa frá opnun Fiskmarkaðar Sauðárkróks

Það var móttaka og opið hús í Fiskmarkaði Sauðárkróks sem opnaði í splunkunýjum og rúmgóðum húsakynnum á Sandeyrinni á Króknum í dag. Fjöldi manns sótti Fiskmarkaðinn heim en boðið var upp á ljúfa tóna og veitingar um leið og Skagfirðingar og gestir fögnuðu opnunni með eigendum.
Meira