Skagafjörður

Opinn samráðsfundur í dag um málefni fatlaðs fólks

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, verður með opinn samráðsfund á Sauðárkróki um málefni fatlaðs fólks í dag, föstudaginn 18. ágúst, á Gránu Bistro kl. 17:00. 
Meira

Hvítur himbrimi í höfninni á Króknum

Fyrr í dag birti Viggó Jónsson myndir af sérkennilegum fugli á sundi í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Birti hann myndirnar á Facebook og eru menn sammála um að þarna sé hvítur himbrimi og hefur fuglinn víst sést áður og annarsstaðar í Skagafirði.
Meira

Leiðbeiningar um losun garðaúrgangs á Króknum

Á vefsíðu Skagafjarðar er greint frá því að breytingar hafa orðið á því hvar íbúar geta losað garðaúrgang á Króknum.
Meira

Stórhátíð á Stórhóli á sunnudaginn

„Beint frá býli“ dagurinn er á sunnudaginn nk. og verður blásið til stórhátíðar fráá Stórhóli í Lýtingsstaðahrepp frá kl. 13 til 17 í tilefni af 15 ára afmæli „Beint frá býli“ verkefnisins.
Meira

Opið fyrir umsóknir til þróunarverkefna í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju

Þeim fjármunum sem úthlutað er í verkefninu er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í þremur búgreinum: Nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju.
Meira

Farsæld og vellíðan barna var þema fræðsludags skólanna í Skagafirði

Fræðsludagur skóla í Skagafirði var haldinn í Miðgarði í Varmahlíð sl. þriðjudag. Þar kom saman starfsfólk leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla, starfsmenn á fjölskyldusviði og kjörnir fulltrúar fræðslunefndar. Fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar að fræðsludagurinn er árlegur viðburður í Skagafirði og er þetta í tólfta sinn sem slíkur dagur er haldinn hátíðlegur. Tilgangur fræðsludags er fyrst og fremst að hefja nýtt skólaár á samveru og samtali um áherslur í skólamálum hverju sinni. Starfsfólk sem tók þátt í fræðsludeginum í ár var um 240 talsins.
Meira

Sveitasæla um helgina - Fjölskyldustemning og almenn skagfirsk gleði

Sveitasælan, landbúnaðar og bændahátíð í Skagafirði verður haldin laugardaginn 19. ágúst nk. frá klukkan 10:00 til 17:00 og fer venju samkvæmt fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Að sögn Sigurðar Bjarna Rafnssonar má búast við skemmtilegri fjölskyldustemningu og almennri skagfirskri gleði þar sem landbúnaðurinn verður í aðalhlutverki.
Meira

Hundrað marka Murr með geggjað mark í merkissigri á Þrótti

Það er óhætt að segja að Stólastúkur hafa hingað til ekki sótt gull í greipar Þróttara sem nú eru eitt albesta lið landsins. Í það minnsta man Bryndís Rut fyrirliði ekki til þess að hafa unnið Þrótt. Það má því kannski segja að það hafi ekki margir verið vongóðir um að lið Tindastóls færi á splunkunýjan gervigrasvöll þeirra reykvísku og tækju stigin þrjú með sér norður. En það var einmitt það sem gerðist í gærkvöldi. Gott skipulag, gæði og gríðarleg vinnusemi – og kannski pínu lukka – sáu til þess að Stólastúlkur sigruðu Þrótt 0-2. Seinna markið var af rándýrari gerðinni og hundraðasta mark Murr fyrir lið Tindastóls.
Meira

Myndasamkeppni í tilefni Sveitasælu

Í tilefni Sveitasælu sem fram fer um helgina hefur verið blásið til myndasamkeppni á Instagram. Þrjár bestu myndirnar verða valdar með tilliti til fjölda ,,like-a" á Instagram og verða verðlaun afhent á Sveitasælu í Skagafirði þann 19. ágúst nk.
Meira

María Anna og Cosmin Blagoi semja um að þjálfa hjá Tindastóli

Undirskriftapenninn er í fullri notkun hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls og vissara að Dagur Baldvins og félagar kanni blekstöðuna fyrr en síðar. Ekki var nóg með að í gær hafi verið tilkynnt um að fjölmeistarinn Callum Lawson hefði samið um að spila með meistaraflokki karla því einnig var tilkynnt að unglingaráð hefði samið við Maríu Önnu Kemp Guðmundsdóttur og Cosmin Blagoi um að þjálfa yngri flokka félagsins. Blagoi mun einnig aðstoða Helga Margeirs með meistaraflokk kvenna og akademíu FNV.
Meira