Ársþing SSNV ályktaði um riðumál
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.04.2023
kl. 10.05
31. ársþing SSNV fór fram síðastliðinn föstudag á Hótel Laugarbakka. Þó Miðfjörðurinn hafi tekið vel á móti gestum þá fór ársþingið fram í skugga tíðinda af riðutilfellum á svæðinu. Þingið notaði tækifærið og skoraði á Matvælaráðherra að fara án tafar í breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. Jafnframt þurfi að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og tryggja fjármagn til rannsókna.
Meira