Framkvæmdir við Hofsóshöfn hafa aukið kyrrð og öryggi hafnarinnar
feykir.is
Skagafjörður
22.06.2023
kl. 09.27
Nú á vordögum lauk framkvæmdum við höfnina á Hofsósi. Framkvæmdin hefur aukið kyrrð og öryggi hafnarinnar til muna sem smábátahafnar, að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra Skagafjarðar. Það voru Víðimelsbræður sem unnu verkið að undangengnu útboði sem Vegagerðin stóð fyrir. Verklok voru í apríl 2023.
Meira