Skagafjörður

Sigfús Ingi getur farið að munda skófluna :: Sigurjón Þórðarson skrifar

Nýlega lagði ég fram fyrirspurn á Alþingi, um hver staða endurbóta og viðbyggingar við Safnahúsið á Sauðárkróki væri? Mér eins og öðrum Skagfirðingum var farið að lengja eftir efndum á viljayfirlýsingu, sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir undirritaði fyrir um hálfum áratugi síðan, um menningarhús á Sauðárkróki.
Meira

Tindastólsmenn komnir með Njarðvíkinga í gólfið

Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Stólarnir áttu frábæran leik í Ljónagryfjunni sl. fimmtudagskvöld og kjöldrógu heimamenn. Í kvöld spiluðu Njarðvíkingar talsvert mun betur og af meiri hörku en í leik eitt. Það dugði þeim þó ekki því Stólarnir gáfu ekkert eftir frá í fyrsta leik. Það fór því svo að Stólarnir unnu leikinn, 97-86, og hafa því náð 2-0 forystu í einvíginu.
Meira

Njarðvíkingar koma á Krókinn í kvöld

Það er leikur í kvöld í Síkinu. Tindastóll fær þá lið Njarðvíkinga í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 en veislan byrjar klukkan 15:30. Þá verður partýtjaldið opnað sunnan Síkis en þar geta stuðningsmenn liðanna krækt sér í grillaða hammara og gos, alls konar varningur merktur Tindastóli verður til sölu og Helgi Sæmundur og gestir halda upp stuðinu.
Meira

Mælifell :: Torskilin bæjarnöfn

Nafnið er frá landnámstíð, og það er nefnt í Landnámabók: „Vékell enn hamrammi hét maðr, er land nam ofan frá Giljá til Mælifellsár, ok bjó at Mælifelli“ (Landn., bls. 140). Og um Kráku-Hreiðar er þess getið, að „hann kaus at deyja í Mælifell“ (Landn., bls. 141). Af þessari frásögn er það ljóst, að hnjúkmyndaða fjallið, sem bærinn stendur undir, hefir öndverðu heitið Mælifell. Á seinni öldum hefir það fengið nafnið Mælifellshnjúkur, sem reyndar á betur við, og nú er það að öllum nefnt því nafni.
Meira

Blankiflúr gefur út lagið For You í samstarfi við Jerald Copp

Nýjasta lag Blankiflúr, For You, kom út í gær, föstudaginn 21. apríl. Lagið er samstarfsverkefni Blankiflúr og tónlistarmannsins/pródúsentsins Jerald Copp en þetta er annað lagið sem þau gefa út af væntanlegri EP plötu sem kemur út 25. maí næstkomandi.
Meira

Vorið er komið og grundirnar gróa

Síðustu daga vetrarins hefur verið hlýtt á Norðurlandi vestra og farfuglar streyma til landsins. Helsingjar, grágæsir, heiðagæsir og álftir eru áberandi á túnum, vötnum og tjörnum, segir á vef Náttúrustofu Norðurlands vestra. Lóur eru víða komnar í hópum og sandlóur og hrossagaukar allnokkrir mættir eins og má segja um stelkinn og jaðrakaninn sem fjölgar mikið þessa dagana.
Meira

Þetta ætti ekki að geta klikkað

Það styttist í Sæluviku og einn af forsæluréttunum í ár er Kántrýkvöld í Gránu á Sauðárkróki. Það eru engir aukvisar sem þar stíga á svið en sönginn annast Magni Ásgeirs, Malen og Sóla Áskelsdætur og Sigvaldi Gunnars og þau eru bökkuð upp af geggjuðu bandi skipað þeim Reyni Snæ, Gunnari Sigfúsi, Bergi Einari og Baldvin Snæ. „Þetta ætti ekki að geta klikkað og okkur þætti vænt um að sjá sem flesta!“ segir Sigvaldi í spjalli við Feyki.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2023

Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku, en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu. Vísur og botnar verða að hafa borist Safnahúsi Skagfirðinga, Faxatorgi 550 Sauðárkróki í síðasta lagi miðvikudaginn 26. apríl nk.
Meira

FNV veitt Byggðagleraugun 2023

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra, SSNV, veittu á dögunum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Byggða­gleraugun 2023 fyrir framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV afhenti Þorkeli V. Þorsteinssyni, aðstoðarskólameistara FNV, viðurkenninguna á 31. ársþingi SSNV þann 14. apríl síðastliðinn.
Meira

Opið hús og sex íbúðir til sýnis þar sem gamli leikfimisalurinn var áður

Seinni áfangi nýbyggingar að Sæmundargötu 2b á Sauðárkróki, þar sem áður var Barnaskóli Sauðárkróks, er nú kominn í sölu. Um er að ræða sex glæsilegar tveggja og þriggja herbergja íbúðir með sér inngangi og fylgja íbúðunum ýmist svalir eða sérafnotareitur. Opið hús verður laugardaginn 22. apríl milli kl. 13 og 15 þar sem nýju íbúðirnar verða til sýnis.
Meira