Skagafjörður

Sveitarstjóri lengi verið tilbúinn með skófluna

Í grein sem Sigurjón Þórðarson, Flokki fólksins, birti á Feyki.is í gær kom fram að hann hafði á Alþingi lagt fram fyrirspurn um stöðu endurbóta og viðbyggingar við Safnahúsið á Sauðárkróki. Svör ráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, voru á þá leið að Sigurjón taldi líklegt að Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, gæti farið að gera klárt fyrir skóflustungu. Feykir hafði samband við Sigfús Inga og spurði hvort hann væri farinn að leita að skóflunni.
Meira

Sæluvikan heldur menningunni á tánum

Árleg Sæluvika Skagfirðinga verður sett sunnudaginn 30. apríl í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg á Sauðárkróki. Það er Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði, sem ber hitann og þungann af að koma saman dagskrá Sæluvikunnar. Feykir hafði samband við Hebu.
Meira

Einar leitar að Króksaranum í sér

Það eru ekki alltaf allir jafn ánægðir með efnistök Feykis. Hreinn Eðvaldsson hringir ítrekað í ritstjórn úr Hjaltadalnum og kvartar undan hinu og þessu en oftar en ekki til að nöldra undan efni Dreifarans. „Þetta er bara svo ósniðugt hjá ykkur greyin mín, það hlær enginn með ykkur að þessari vitleysu, já og þvælu. Það kemur varla eitt like á þetta. Segir ekki máltækið einmitt, héddnahéddna, heimskur hlær að eigins fyndni?!? Hahaha, já, þið eruð ekki svo sniðug greyin. Og ég skal segja þér það að ég er búinn að sanna mál mitt. Ég fékk nefnilega hérna þessa nýustu gervi... héddna já, gervigreind til að semja Dreifara fyrir ykkur. Já, chatGTP kallast þetta og það er svoleiðis helmingi fyndnara en það sem þið eruð að gera... sem er ekkert fyndið, hahaha.“
Meira

Arnar Geir fór með sigur af hólmi í Kaffi Króks mótaröðinni

Kaffi Króks-mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar lauk í gærkvöld en pílum var kastað af miklum móð ein átta þriðjudagskvöld en fyrsta mótið fór fram um miðjan febrúar. Fyrsta sætið á mótinu hreppti Arnar Geir Hjartarson með 118 stig, Þórður Ingi Pálmarsson varð annar með 115 stig og þriðji Pálmar Ingi Gunnarsson en hann náði í 77 stig. Þeir fengu allir vegleg verðlaun í boði Kaffi Króks.
Meira

„Pínu skrekkur í báðum liðum en frábær barátta,“ segir Donni

Jafntefli var niðurstaðan í fyrsta leik Tindastóls í Bestu deildinni þetta árið. Stigi var fagnað vel í fyrsta leik í Pepsi Max sumarið 2021 en nú var niðurstaðan hálfgert svekkelsi. Svona er nú heimtufrekjan í manni en stig er stig sem er betra en ekkert stig. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Donna, þjálfara Tindastóls, að leik loknum og fyrst var hann spurðu hvað honum fannst um leikinn og úrslitin.
Meira

Liðin skiptu með sér stigunum í kuldabolanum á Króknum

Tindastóll og Keflavík mættust í kvöld í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Það var ískalt á Króknum og nokkur norðanvindur og hjálpaði það ekki liðunum við að spila góðan bolta. Bæði lið fengu færi til að skora í leiknum en í heildina var fátt um fína drætti, oftar en ekki klikkaði úrslitasendingin eða vantaði upp á hlaup í svæðin en bæði lið mega vera ánægð með varnarleik sinn. Það voru því ekki mörkin sem yljuðu áhorfendum í þetta skiptið. Lokatölur 0-0.
Meira

Sóldís með Júrótónleika í Blönduóskirkju í kvöld

Kvennakórinn Sóldís bregður undir sig betri fætinum í dag og heldur á Blönduós en þar mun kórinn, sem er að mestu skipaður skagfirskum söngfuglum með nokkrum húnvetnskum undantekningum, halda tónleika í Blönduóskirkju og hefjast þeir kl. 20. Um er að ræða stórskemmtilega dagskrá sem þær kalla Eitt lag enn – Eurovision glimmer og gleði, og er eðli málsins samkvæmt stútfull af Eurovision-lögum.
Meira

Strembin vika hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Síðasta vika hefur verið ansi erilsöm hjá Brunavörnum Skagafjarðar. Fyrst var allsherjarútkall í síðustu viku þegar farþegarúta valt út í Húsaeyjarkvísl en að sögn Svavars Atla Birgissonar, slökkviliðsstjóra, fór þar betur en á horfðist. Í gær og í dag hafa síðan kviknað eldar í Skagafirði; þrennir sinueldar í gær og gróðurhús brann til kaldra kola á Hofsósi í morgun.
Meira

Skagfirskur smellur kominn með yfir 100 milljón spilanir á Spotify

Það eru ekki margir íslenskir tónlistarmenn sem hafa náð þeim árangri að eiga lög á tónlistarveitum sem hafa náð yfir 100 milljón spilunum. Spotify er væntanlega sú veita sem flestir tónlistarunnendur leita í til að svala sínum tónlistarþorsta. Nú á dögunum gerðist það að skagfirski tónlistarmaðurinn Ouse komst í fámennan hóp þeirra Íslendinga sem eiga lag sem hlustað hefur verið á oftar en hundrað milljón sinnum á Spotify. Þetta er lagið Dead Eyez sem hann flutti ásamt kanadíska rapparanum Powfu og Promoting Sounds.
Meira

„Við komum reynslunni ríkari inn í deildina í ár,“ segir Bryndís Rut

Keppni í Bestu deild kvenna fer af stað í kvöld og á Króknum spilar lið Tindastóls fyrsta leikinn gegn liði Keflavíkur. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Stólastúlkna, segist vera mjööög spennt fyrir tímabilinu þegar Feykir hafði samband. „Eiginlega of peppuð! Við komum reynslumeiri inn í deildina í ár og erum virkilega ánægðar að vera mættar aftur í efstu deild!“ Leikurinn hefst kl. 18:00 á gervigrasinu góða.
Meira