Skagafjörður

Ætlar þú til Eistlands að elta Stólana í Evrópuævintýrinu?

Það vita flestir sem fylgst hafa með Íslandsmeistaraliði Tindastóls að liðið tekur þátt í Evrópukeppni FIBA 2023. Tindastóll leikur í C riðli forkeppninnar og fara leikirnir fram í Pärnu í Eistlandi dagana 3. og 4. október. Körfuknattleiksdeild Tindastóls, í samstarfi við VERDI ferðaskrifstofu, hefur búið til pakkaferð á þetta spennandi ævintýri Stólanna og hefst sala á þeim klukkan 16 í dag.
Meira

Dagurinn var ein stór gleðisprengja

Síðastliðinn fimmtudag var í fyrsta skipti haldið Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Sauðárkróki. Það var hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem héldu utan um viðburðinn í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá og Radacini vín.
Meira

Sex mörk og þrjú rauð spjöld í hasarleik í Hveró

Tindastólsmenn héldu í Hveragerði í gær og það var engin aslöppunarferð. Þeirra biðu hungraðir Hamarsmenn sem kalla ekki allt ömmu sína í boltanum. Samkvæmt upplýsingum Feykis var leikurinn kaflaskiptur. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem tóku stigin með sér norður og halda því enn í vonina um sæti í 3. deild. Lokatölur voru 2-4.
Meira

Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er

Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni.
Meira

Frítt á völlinn í boði VÍS þegar Stólastúlkur fá Þór/KA í heimsókn

Síðasta umferðin í deildarkeppni Bestu deildar kvenna fer fram á sunnudaginn. Lið Tindastóls á þá heimaleik gegn sameinuðu liði Þórs/KA en leikurinn hefst kl. 14:00. Ljóst er að Stólastúlkur munu leika í fjögurra liða úrslitakeppni um að forðast fall í Lengjudeildina og því skiptir hvert stig máli. Það er því gott framtak hjá VÍS að bjóða stuðningsfólki á leikinn.
Meira

Uppbyggingarverkefni í ferðaþjónustu

Á heimasíðu Skagafjarðar er auglýst eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Skagafjarðar fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands (DMP). Þau verkefni sem eru á forgangslista Skagafjarðar fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opnað verður fyrir umsóknir í haust.
Meira

Skólarnir byrja

Varmahlíðarskóli var settur í gær miðvikudaginn 24. ágúst stundvíslega klukkan 9. Það var mikil tilhlökkun í börnunum að byrja í skólanum eftir gott sumarfrí. Í Varmalíðarskóla þetta skólaárið eru 105 börn sem hefja skólagöngu í 1-10 bekk, þar af 8 sem eru að byrja í 1.bekk. Þau koma úr flestum hinna fornu hreppa Skagafjarðar og aka sum hver ansi langa leið til að komast í skólann.
Meira

Byggðaráð Skagafjarðar skorar á matvælaráðherra

Byggaðaráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sem fram fór 23. ágúst síðastliðinn eftirfarandi áskorun til matvælaráðherra. Í ályktuninni segir m.a. að það megi ljóst vera að þessar hækkanir á gjaldskrá Matvælastofnunar komi þeim mjög illa sem hafa verið að byggja upp eigið vöruframboð undir merkjum smáframleiðanda eða beint frá býli og sjá sumir hverjir ekki annað í stöðunni en að hætta framleiðslu og markaðssetningu undir merkjum beint frá býli.
Meira

Umdæmisþing Rótarý fór fram á Sauðárkróki um helgina

Umdæmisþing Rótarý á Íslandi var haldið á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þingið var sett á föstudag og því lauk á laugardagskvöldi. Tvö skagfirsk verkefni fengu hvort um sig 600.000 króna styrki frá hreyfingunni. Það voru um 200 Rótarýfélagar frá rúmlega 30 klúbbum, víðsvegar af landinu, sem sóttu þingið ásamt erlendum gestum.
Meira

„Ekki hætta að reyna að toppa sjálfa ykkur“

Feykir sagði frá því í sumarbyrjun að margfaldi meistarinn okkar stóri, Sigurður Gunnar Þorsteinsson, hafi ákveðið að rifta samningi sínum við Íslandsmeistara Tindastóls í körfunni og leita á önnur mið. Ýmsir voru undrandi en sennilega má rekja ákvörðun kappans til þess að minna hafi verið að gera í vinnunni en hann bjóst við – mínútunum á parketinu hefur jú farið fækkandi. Nú í vikunni varð síðan ljóst að Sigurður Gunnar hefur ákveðið að snúa heim til Ísafjarðar og spila með liði Vestra í 2. deildinni.
Meira