Skagafjörður

Líflegar umræður á fundi með Icelandair

Icelandair og Markaðsstofa Norðurlands stóðu fyrir umræðufundi um tengiflug flugfélagsins á milli Akureyrar og Keflavíkur, sem hefst í október og verður í boði út nóvember. Á fundinn komu ýmsir gestir úr ferðaþjónustu og frá sveitarfélögum á Norðurlandi, til að ræða um tækifæri og áskoranir í þessu verkefni.
Meira

Rostungur í smábátahöfninni á Sauðárkróki

Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning um að rostungur flatmagaði á einni flotbryggjunni í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Hefur hann verið hinn rólegasti og látið lítið fyrir sér fara þrátt fyrir forvitna vegfarendur sem standa álengdar og virða þennan sjaldgæfa gest fyrir sér.
Meira

Guðmundur Ágúst sigraði opna Hlíðarkaupsmótið

Hið árlega opna Hlíðarkaupsmót Golfklúbbs Skagafjarðar var haldið sl. laugardag á Hlíðarendavelli.
Meira

Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð

Alþingi veitti fjár­málaráðherra heim­ild til að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka með lög­um um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um frá 2012 og sér­stakri heim­ild í fjár­lög­um fyr­ir árið 2022.
Meira

Dásamleg upplifun sælkera á Bjórhátíðinni á Hólum

Bjórhátíðin á Hólum verður haldin nk. laugardag 1. júlí og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stendur frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mæta helstu bjórframleiðendur landsins og kynna fjölbreytt úrval af gæðabjóra.
Meira

Hvalveiðibann byggt á misskilningi?

Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna.
Meira

Loksins gengur Græni salurinn aftur

Það verður án efa gaman í gömlu góðu Bifröst nú á föstudagskvöldið þegar tónlistarveislan Græni salurinn gengur aftur eftir talsvert langa Covid-pásu. Venju samkvæmt mæta til skrallsins galvaskir heimamenn, sumir aðkomnir en vonandi engir aðframkomnir.
Meira

Júlíveðrið svipað og verið hefur með aðeins fleiri rakadögum og pínu minni hita

Á fund Veðurklúbbs Dalbæjar mættu í gær 27. júní, og spáðu fyrir júlíveðrinu, þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jón Garðarsson, Guðrún Ágústa Ólafsdóttir, Ásgeir Stefánsson, Sigríður Björk Hafstað, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Þorgerður Sveinbjarnardóttir, Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira

Hofsós Heim - Unga fólkið kurteist og jákvætt á dansleikjum hátíðarinnar

Bæjarhátíðin Hofsós Heim var haldin í sjötta sinn sl. helgi. Að sögn skipuleggjenda gekk hátíðin mjög vel, enda veðrið gott og allir viðburðir vel sóttir.
Meira