Skagafjörður

Lokað fyrir heita vatnið "út að austan" á morgun

Íbúar út að austan, Hofsós og nærsveitir. Vegna viðgerðar á stofnlögn þarf að loka fyrir heita vatnið frá Hrolleifsdal á morgun þriðjudag 8. nóvember. Heitavatnslaust verður á öllu svæðinu frá Hrolleifsdal og inn í Viðvíkursveit.
Meira

Villi Árna í forystusveit Sjálfstæðisflokksins með Bjarna og Þórdísi

Kosningar fóru fram í gær um forystusveit Sjálfstæðisflokksins á seinasta degi 44. landsfundar sem hófst á föstudaginn. Nokkur spenna hafði ríkt um formannssætið þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson hafði boðið sig fram gegn sitjandi formanni Bjarna Benediktssyni. Þá var kosið á milli þriggja sem boðið hafði fram krafta sína í ritaraembættið og fór svo að Skagfirðingur hreppti hnossið.
Meira

Strjúgur í Langadal :: Torskilin bæjarnöfn

Strjúgur í Langadal sem svo er nú skrifað og framborið, nálega af hverjum manni. Landnáma varpar ljósi yfir nafnið. Einn af sonum Evars, er „bjó í Evarskarði“ (ekki vita menn nú hvar Evarsskarð er, en líkur má færa fyrir því, að það muni vera það sem nú er kallað Litla-Vatnsskarð), var „Þorbjörn strúgr“ ; . . . Véfröðr sonur Evars „gerði bú at Móbergi enn Þorbjörn strúgr á Strúgsstöðum“ (Ldn. bls. 136).
Meira

Unglingadeildin Trölli :: Hafdís Einarsdóttir skrifar

Unglingadeildin okkar, Trölli, var stofnuð árið 1992 og hefur því verið starfrækt í þrjátíu ár. Í upphafi starfsins var unglingadeildin Trölli sér eining innan SVFÍ (Slysavarnarfélags Íslands). Undanfarin ár hefur hún hins vegar verið rekin sem hluti af björgunarsveitinni Skagfirðingasveit.
Meira

Áætlar svepparækt í gömlu loðdýrabúi :: Árni Björn í vitali

Það hafa orðið talsverðar breytingar á veitingageiranum á Króknum undanfarið misseri þar sem m.a. hafa orðið eigendaskipti á Sauðárkróksbakaríi, starfsemi Lemon færðist úr gamla bænum og Kaffi Krókur opnaði með neistaflugi nú um helgina með nýjum eigendum. Fyrir skömmu fréttist svo af því að Hard Wok Cafe hafi verið sett á sölu.
Meira

Fyrsta árs nemar tré-, málm- og rafiðnadeilda FNV fá vinnuföt og öryggisbúnað

Öryggismál eru stór hluti af náminu í verknámsdeildum FNV og nemendur þurfa að tileinka sér að setja öryggið alltaf á oddinn. Þetta kemur fram í frétt á vef Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en miðvikudaginn 2. nóvember var formleg afhending þar sem nemendur á fyrsta ári í fengu vinnuföt og öryggisbúnað. Ennfremur kemur fram að FNV sé fyrsti verknámsskóli landsins sem stendur fyrir slíku verkefni fyrir allar verknámsdeildir skólans.
Meira

Stólarnir náðu að hrista Stjörnumenn af sér

Síðari leikur tvíhöfðans gegn liðum Stjörnunnar í Garðabæ fór fram í Síkinu í gær og hófst klukkan 20. Stólarnir höfðu endurheimt flesta piltana sem stríddu við meiðsli í undanförnum leikjum og var allt annar bragur á liðinu fyrir vikið en Vlad þjálfari benti einmitt á það að leik loknum að þegar það vantaði bæði Pétur og Arnar þá væri það líkast því að taka hjartað úr liðinu. Leikurinn var ágæt skemmtun og vel spilaður en það voru heimamenn sem komust á sigurbraut á ný, reyndust sterkari aðilinn í síðari hálfleik og fögnuðu kærkomnum sigri gegn góðu Stjörnuliði. Lokatölur 98-89.
Meira

Þyngsti dilkur haustsins hjá KS rúm 35 kg

Sláturtíð lauk í síðustu viku og segir Ólafur Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, vel hafa gengið enda hvert rúm vel skipað góðu starfsfólki.
Meira

Topplið Stjörnunnar aðeins of stór biti fyrir Stólastúlkur

Fyrri leikur í tvíhöfða einvígi Tindastóls og Stjörnunnar hófst kl. 17:15 í Síkinu í dag fyrir framan um hundrað áhorfendur. Lið Tindastóls hefur átt undir högg að sækja allt frá því í annarri umferð móts á meðan lið Garðbæinga hefur blómstrað og unnið alla leiki sína. Þrátt fyrir fína byrjun heimastúlkna þá reyndust gæðin meiri hjá gestunum og þær unnu sannfærandi sigur, 71-92.
Meira

Þýðing nagladekkjagjalds?

Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. Að mati stofnunarinnar er hægt að draga úr svifryksmengun með slíkri aðgerð. Vissulega er svifryksmengun skaðvaldur á lýðheilsu fólks, og okkur ber að tryggja viðunandi umhverfisgæði. Hins vegar staldra margir, af góðri ástæðu, við þessa hugmynd.
Meira