Óli Arnar næsti ritstjóri Feykis
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.05.2023
kl. 15.50
Breytingar verða á ritstjórn Feykis, svæðisfréttablaði Norðurlands vestra, þegar Óli Arnar Brynjarsson tekur við ritstjórastarfinu þann fyrsta ágúst nk. af Páli Friðrikssyni, sem gegnt hefur því embætti í tíu ár samanlagt. Ekki þurfti langt að leita að eftirmanni Páls því Óli Arnar hefur starfað hjá Nýprenti í 18 ár og unnið að einu eða öðru leyti við Feyki í tæp 20 ár.
Meira
