Kristinn Gísli poppar upp með PopUp á Sauðá
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
02.07.2023
kl. 11.36
Feykir sagði frá eigendaskiptum á veitingastaðnum Sauðá á Sauðárkróki í sumarbyrjun og þar kom fram í samtali við tvo af eigendum staðarins, feðginin Jón Daníel Jónsson og Söndru Björk Jónsdótur, að reikna mætti með PopUp heimsóknum á Sauðá í sumar. Senn kemur fyrsti gestakokkurinn í heimsókn og reyndar þurfti ekki að leita langt yfir skammt því það er landsliðskokkurinn sjálfur, Kristinn Gísli Jónsson, sonur Jóns og bróðir Söndru, sem mætir til leiks frá Noregi. Þar hefur hann upp á síðkastið starfað á Michelin veitingastaðnum Speilsalen í Þrándheimi.
Meira
