Haukarnir kærðu bikarleikinn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.10.2022
kl. 15.23
Karlalið Tindastóls í körfunni fékk frí um helgina en liðið átti að spila við Njarðvíkinga fyrir sunnan í gær í 16 liða úrslitum VÍS. bikarsins. Ástæðan, eins og öllum ætti að vera kunnugt, er svindl (!) Tindastólsmanna þegar óvart fjórir erlendir leikmenn voru inni á vellinum þegar víti voru tekin. Það var brot á reglum. Í framhaldinu var talað um að Haukar mundu kæra atvikið og verða dæmdur sigur í leiknum en síðan var hald manna að KKÍ hefði tekið málið yfir og sett það í farveg. Í frétt Vísis í dag kemur hins vegar fram að það voru Haukar sem á endanum kærðu.
Meira