Skagafjörður

Dagskráin um Eyþór og Lindina vel sótt

Í gær fór fram dagskrá í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki þar sem þess var minnst að 121 ár er liðið frá fæðingu Eyþórs Stefánssonar tónskálds á Sauðárkróki. Ætlunin var að minnast 120 ára afmælis hans í fyrra en Covid setti strik í þann reikning eins og svo marga aðra. Fín mæting var í sal frímúrara, fullt hús, og vel tókst til með söng og frásögn.
Meira

Fjölgar í tveimur sveitarfélögum af fimm á Norðurlandi vestra

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. nóvember 2022. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 6,2% sem er fjölgun um 1.793 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 4,0% á tímabilinu eða um 1.303 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 10.220 frá 1. desember 2021 sem er um 3,1%. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 0,3%.
Meira

Stórsigur Stólastúlkna í Smáranum

Stólastúlkur sóttu b-lið Breiðablik heim í Smárann í dag en í fyrstu umferð Íslandsmótsins þá var það eina liðið sem Tindastóll náði að leggja í parket. Sá leikur 95-26 heima í Síkinu og það voru því væntingar um að bæta mætti tveimur stigum á töfluna í dag. Þrátt fyrir að heimastúlkur hafi bætt leik sinn frá því í haust þá áttu þær ekki roð í lið Tindastóls sem vann öruggan sigur, 61-113.
Meira

Virkja sköpunarkraftinn eða eignast nýja flík

Sigríður Herdís Bjarkadóttir er uppalinn Skagfirðingur en býr í Reykjavík með manninum sínum og tveimur köttum.
Meira

Miklir vatnavextir í Fljótum í gær

Mikil úrkoma var á Tröllaskaga nú í lok vikunnar. Í frétt á mbl.is í hádeginu í gær var sagt frá því að Veðurstofa Íslands hafi gert ráð fyrir 75 mm uppsafnaðri úrkomu í grennd við Siglufjörð en meira varð úr því mælar sýndu hátt í 150 mm á einum sólarhring. Eitthvert þarf vatnið síðan að renna en í Fljótum hafði vatnið skilað sér illa til sjávar og þar voru talsverð flóð í gær.
Meira

Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum

Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð.
Meira

Eyþór og Lindin í frímúrarahúsinu á sunnudag

Næstkomandi sunnudag, 13. nóvember verður haldin í frímúrarahúsinu á Sauðárkróki metnaðarfull söngdagskrá með ævisöguívafi byggða á höfundarverki Eyþórs Stefánssonar og ævisögu hans eftir Sölva Sveinsson. Auk þess að hlýða á söng frábærra listamanna fá gestir að heyra frá, ekki síðri listamanni, Eyþóri Árnasyni leikara frá Uppsölum, flutning um ævi og störf Eyþórs.
Meira

Tíminn er hraðfleygur fugl Sauðárkrókskirkja á tímamótum

Fyrir um þrem áratugum kom Bragi Skúlason, byggingameistari, að máli við mig og spurði hvort ég ætti mynd af kirkjunni þar sem að kúlurnar þrjár á turni kirkjunnar kæmu skýrt og afdráttarlaust fram. Svo fór að engin mynd fannst í fórum mínum.
Meira

Bætt bráðaþjónusta á heilsugæslustöðvum

Mikil þörf er á því að endurnýja og bæta tækjakost til bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Öllu getur skipt að þær séu betur tækjum búnar til greiningar bráðavanda og slysa. Þá verður að vera til staðar vel þjálfað starfsfólk til að sinna fyrstu viðbrögðum.
Meira

200 nýjar skagfirskar skemmtisögur í einni bók

„Jæja, hún er komin í hús blessunin, sjötta bókin í ritröðinni Skagfirskar skemmtisögur,“ segir Björn Jóhann Björnsson, skemmtisagnasafnari og Moggamaður, á Facebook-síðu sinni. Fram kemur að nú bætast um 200 sögur í sarpinn en alls eru sögurnar á prenti orðnar um 1.300 talsins.
Meira