Dagskráin um Eyþór og Lindina vel sótt
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
14.11.2022
kl. 11.56
Í gær fór fram dagskrá í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki þar sem þess var minnst að 121 ár er liðið frá fæðingu Eyþórs Stefánssonar tónskálds á Sauðárkróki. Ætlunin var að minnast 120 ára afmælis hans í fyrra en Covid setti strik í þann reikning eins og svo marga aðra. Fín mæting var í sal frímúrara, fullt hús, og vel tókst til með söng og frásögn.
Meira