Skagafjörður

Nemendur Árskóla meðal Grænna frumkvöðla framtíðar í nýjum þætti á N4

Fimmtudaginn síðasta var frumsýndur þáttur á sjónvarpsstöðinni N4 um verkefnið Grænir frumkvöðlar framtíðar. Verkefnið hefur verið í gangi hjá Matís í rúmt ár og er markmið þess að kenna ungmennum um loftslagsbreytingar á frumlegan og nýstárlegan hátt, en jafnframt að kenna þeim að sjá þau tækifæri sem leynast í eigin heimabyggð.
Meira

Nú er fræsöfnunartíminn í hámarki

Landsverkefnið Söfnum og sáum birkifræi hvetur landsmenn til að skila nú á söfnunarstöðvar því fræi sem safnast hefur. Nokkuð vantar upp á að markmið ársins hafi náðst. Enn er líka nóg af fræi á trjánum og fram undan góðir veðurdagar til að safna.
Meira

Hjartað slær í Skagafirði :: Áskorandinn Vilhjálmur Árnason brottfluttur Skagfirðingur

Skagafjörðurinn skipar stóran sess í hjarta mínu, en það líður varla sá dagur sem ég hugsa ekki heim. Þegar ég fékk áskorunina um að skrifa þennan pistil frá Páli Jens vini mínum fann ég mig knúinn til að koma á blað því sem Skagafjörður hefur gert fyrir mig og hvernig sá staður hefur mótað mig sem einstakling.
Meira

Tilbreytingar á Hafragrautnum góða

Hafragraut þekkja allir landsmenn og hefur hann verið algengur morgunmatur frá því seint á 19. öld því þá jókst innflutningur á höfrum til landsins. Vinsældir hans dvínuðu hinsvegar lítillega á 20. öldinni því þá kom á markaðinn annars konar morgunkorn sem yngri kynslóðin sótti meira í. En það sem er hægt að gera með hafragrautinn er kannski ekki hægt að gera með annað morgunkorn það er að bragðbæta hann með ýmsu góðgæti. Hér koma nokkrar útfærslur.
Meira

Gönguskíðabraut opnuð á skíðasvæðinu í Tindastólnum

Það er rjómablíða á Norðurlandi vestra í dag og það er skemmtileg tilviljun að á fyrsta vetrardegi hefur u.þ.b. tveggja kílómetra löng skíðagöngubraut verið tekin í gagnið á skíðasvæðinu í Tindastólnum. Er skíðagöngfólk boðið velkomið á svæðið en mælt er með því að göngumenn fari öfugan hring í dag.
Meira

Blanda og gamla Blöndubrúin í bleikum bjarma

Sagt er frá því á vef Blönduóss að gamla Blöndubrúin, sem nú er göngubrú yfir í Hrútey, er lýst með bleikum lit þessa dagana til stuðnings árvekniátaki vegna krabbameins hjá konum. Eru gestir og gangandi hvattir til að gera sér ferð í Hrútey þegar farið er að dimma og líta brúnna augum en góð bifreiðastæði eru við árbakkann þegar komið er til Blönduóss að norðan, örskammt frá N1.
Meira

Höfuðið vantaði á herlið Stólanna

Það mátti búast við hörkuleik í Ljónagryfju Njarðvíkinga í lokaleik 3. umferðar Subwaydeildarinnar í gærkvöldi þegar heimamenn tóku á móti liði Tindastóls. Vonir stuðningsmanna Stólanna stóðu til þess að Arnar Björns hefði náð að hrista af sér meiðslin sem hafa haldið honum fjarri parketinu í síðustu leikjum og það var því kraftmikill löðrungur þegar í ljós kom að hvork Arnar né Herra Skagafjörður, Pétur Rúnar Birgisson, væru klárir í slaginn. Það var deginum ljósara að aðrir yrðu að axla ábyrgð og stíga upp en því miður, án leikstjórnendanna frábæru, þá var liðið líkast höfuðlausum her. Njarðvíkingar gengu á lagið og lönduðu öruggum 91-68 sigri.
Meira

Skagfirðingarnir í HA eru öflugir þátttakendur í háskólasamfélaginu

Við Háskólann á Akureyri er öflugt félagslíf og sterkt námssamfélag. Stúdentafélag háskólans, SHA, er félag allra innritaðra stúdenta við háskólann. Félagið er fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta, bakland og sameiningartákn aðildarfélaga þess og þeirra aðila sem sinna trúnaðarstörfum á vegum félagsins. Stúdentaráð SHA er það ráð sem sér fyrst og fremst um hagsmunagæslu stúdenta. Þar eiga sæti 16 stúdentar, af þeim eru sex Skagfirðingar sem sinna ólíkum hlutverkum innan félagsins og ráðsins.
Meira

Feykir mælir með eggjaköku og eftirrétti fátæka mannsins

Það eru alveg að koma mánaðarmót og þá fer maður oft að skoða hvað situr eftir inn í ísskáp sem væri hægt að nota í eitthvað ljúffengt og gott. Feykir mælir því með, að þessu sinni, ofnbakaðri eggjaköku með grænmeti og svo eftirrétti fátæka mannsins sem er brauðbúðingur með vanillusósu.
Meira

Kiwanisklúbburinn Drangey með skínandi gjafir

Á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd kemur fram að Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauðárkróki hafi afhent nemendum 1. bekkjar skólans endurskinsvesti en þar voru þeir Karl Lúðvíksson og Emil Hauksson á ferðinni. „Með í för var fulltrúi lögreglunnar á Norðurlandi vestra og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir gjöfina og komuna,“ segir í tilkynningu skólans.
Meira