Skagafjörður

117 jólagjafir sendar frá Skagafirði.

Síðastliðin fjögur ár hefur Ladies Circle í Skagafirði tekið á móti jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í Skókassa, á vegum KFUM & KFUK í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Í ár söfnuðust 117 gjafir, en síðustu ár hafa safnast milli 50 til 60 gjafir á ári í Skagafirði. Var ánægjulegt að sjá hversu margir tóku þátt í ár.
Meira

Aðgerðarpakki 2 í leikskólamálum í Skagafirði

Síðasta vor blasti við erfið staða þegar kom að innritun barna í leikskóla Skagafjarðar. Talsverð vöntun var á starfsfólki eins og annars staðar í atvinnulífinu og ófyrirséð hvort hægt væri að nýta öll pláss leikskólanna sökum þess. Til að mæta þessum aðstæðum var brugðist hratt við og ráðist í aðgerðir til að bæta starfsumhverfi leikskólanna og laða að starfsfólk til að bæta þar úr, sbr. aðgerðarpakki 1 í leikskólamálum í Skagafirði.
Meira

Öllu er afmörkuð stund :: Leiðari Feykis

Það er fjör í pólitíkinni þessa dagana, ný forysta tekin við í Samfylkingunni, eftir vel heppnaðan landsfund um helgina, og það stefnir í harðan formannsslag hjá Sjálfstæðisfólki um næstu helgi en þá fer fram landsfundur flokksins.
Meira

Neyðarkallinn í ár er fyrstu-hjálpar kona

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit og unglingadeildin Trölli halda af stað arkandi um Krókinn seinnipartinn á morgun, fimmtudaginn 3. nóvember. Ástæðan er hin árlega neyðarkallssala þar sem lyklakippur af mismunandi gerðum eru seldar. Að sögn Hafdísar Einarsdóttur, formanns sveitarinnar, verður það fyrstu-hjálpar kona sem birtist upp úr umslaginu.
Meira

Góð mæting í lopapeysumessu í Goðdalakirkju

Í hinu ylhýra Sjónhorni mátti í síðustu viku finna auglýsingu um lopapeysumessu í Goðdalakirkju í hinum gamla Lýtingsstaðahreppi. „Komum í lopapeysum eða með þær. Hvaðan kemur munstrið? Veltum fyrir okkur munstrinu í lífinu,“ sagði í auglýsingu séra Döllu Þórðardóttur sóknarpresti. Feykir forvitnaðist örlítið um hvernig tókst til.
Meira

Háskólinn á Hólum varðveitir Sleipnisbikarinn, merkasta verðlaunagrip íslenskrar hestamennsku

Háskólanum á Hólum hefur verið falið að varðveita á milli Landsmóta hestamanna en samkomulag þess efnis var undirritað sl. föstudag í húsakynnum Söguseturs íslenska hestsins á Hólum. Það var Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, sem fól rektor skólans, Hólmfríði Sveinsdóttur, að varðveita gripinn, sem sagðist þakka traustið og virðinguna sem skólanum væri sýndur.
Meira

Hrekkjavakan í Byggðasafninu í Glaumbæ

Sennilega eru einhverjir orðnir ringlaðir með dagsetninguna á hrekkjavökunni en hún mun víst eiga daginn 31. október – sem var í gær. Í Árskóla á Sauðárkróki mæta nemendur og kennarar í búningum í dag en gengið var í hús á Króknum síðastliðinn laugardag og ýmist boðið upp á grikk eða gott. Í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ var haldið upp á hrekkjavökuna nú um helgina.
Meira

Bauð sig fram til formanns til að leiða breytingar í Samfylkingunni

Á landsfundi Samfylkingarinnar, sem haldinn var um helgina á Grand Hotel í Reykjavík, var Kristrún Frostadóttir kjörin formaður Samfylkingarinnar en enginn bauð sig fram á móti henni. Hlaut hún 94,59 % greiddra atkvæða en á kjörskrá voru 382 og kjörsókn 77,49%. Lýsti hún yfir í ræðu sinni að meginverkefni Samfylkingarinnar næsta árið yrði m.a. að opna flokkinn með því að halda áfram að eiga umfangsmikið samtal við fólk um land allt.
Meira

Syndum – landsátaks í sundi hefst í dag

Í dag, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10:00, verður landsátakið Syndum sett með formlegum hætti í Laugardalslauginni. Að átakinu stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem er heilsu- og hvatningarátak í sundi og stendur frá 1.- 30. nóvember.
Meira

Leikir helgarinnar hjá 8.fl. drengja og stúlkna

Það voru tveir flokkar sem kepptu um helgina hjá yngri flokkum Tindastóls en það voru 8.fl. drengja og stúlkna. 10.fl. drengja átti einnig að spila tvo leiki við KR í Síkinu en óskað var eftir frestun á þeim leikjum þar sem KR-ingar eru í þjálfaravandræðum. Þeir verða því spilaðir helgina 18. og 19. nóvember í Síkinu og hvetjum við alla til að mæta á þá leiki. Ungmennaflokkur karla var með einn leik á dagskrá á móti Keflavík en þar sem þrír úr hópnum voru meiddir, þeir Eyþór Lár, Orri og Veigar, var óskað eftir frestun og var það samþykkt, sá leikur var færður til 12. nóvember.
Meira