Skagafjörður

Skemmtikraftar og skaðræðisgripur í Gránu á sunnudaginn

Sunnudaginn 20. nóvember verður viðburður í Gránu á Sauðárkróki. Þá ætlar þjóðfræðingurinn og Strandamaðurinn Jón Jónsson að ræða um förufólk fyrri alda og segja af því sögur. Hann veltir meðal annars fyrir sér landlægum áhuga á sögum af sérkennilegu fólki og rifjar upp fjölmargar sögur. Frítt er inn á viðburðinn sem hefst kl. 14:00.
Meira

Fjöldi fólks mætti á upplestur í Safnahúsinu

Upplestrarkvöldið Héraðsbókasafns Skagfirðinga var haldið síðastliðið miðvikudagskvöld og það á sjálfum Degi íslenskrar tungu. Samkvæmt frétt á fésbókarsíðu safnsins tókst vel til og kvöldið ljómandi skemmtilegt. Frábær mæting var í Safnahúsið á Króknum og bókaþyrstir drukku í sig nærandi upplesturinn.
Meira

Stefnum á Norðurland - ráðstefna um fjárfestingar og uppbyggingu

Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin fimmtudaginn 24. nóvember í Hofi á Akureyri, frá 13-15:30. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll.
Meira

Takk fyrir mig! :: Leiðari Feykis

„Ég geri sko ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn,“ segir hinn lúðalegi Axel við vinkonu sína í hinni frægu kvikmynd Óskars Jónassonar Sódóma Reykjavík. Þetta hugarfar þekkja margir úr sínu nærumhverfi og hefur verið þekkt svo lengi sem elstu menn muna og verður líklega til meðan þeir yngstu tóra.
Meira

Lilla í æfingahópi U16 kvenna Íslands

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið 33 stúlkna hóp sem æfir dagana 23.-25. nóvember í Miðgarði í Garðabæ. Ein stúlka frá Tindastóli er í hópnum en það er Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir. Sjö stúlkur í hópnum koma frá liðum á landsbyggðinni; tvær frá Þór/KA, ein frá Hetti Egilsstöðum, ein frá ÍBV í Eyjum, ein úr Keflavík, ein úr ÍA og loks Lilla Stebba úr Tindastóli.
Meira

Bjarmanes – Menningarmiðja Norðurlands, Skagaströnd

Næstkomandi föstudag opnar Bjarmanes menningar-og samveruhús á Hólanesvegi, Skagaströnd. Að stofnun Menningarmiðju Norðurlands, sem rekur Bjarmanes: menningar- og samveruhús, standa vinkonurnar G. Eva Guðbjartsdóttir og Erla María Lárusdóttir sem búsettar eru á Skagaströnd. Þeim fannst vanta vettvang þar sem hægt væri að ýta undir menningu, listir og samveru á Skagaströnd og ákváðu að taka málin í eigin hendur.
Meira

Þórsliðið reyndist sterkara á lokakaflanum

Lið Tindastóls og Þórs Akureyri mættust í Síkinu í gær í 10. umferð 1. deildar kvenna. Þórsliðið, sem er ansi vel mannað, hafði yfirhöndina lengstum en eftir jafnan fyrri hálfleik náði lið Tindastóls forystunni fyrir hlé. Það var síðan í fjórða leikhluta sem Akureyringar, með Maddie Sutton og Marínu Lind í miklum ham, náðu að hrifsa stigin frá Stólastúlkum og unnu góðan sigur, lokatölur 66-87.
Meira

Tvær stúlkur úr Skagafirði í U-21 í hestaíþróttum

Þær Björg Ingólfsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir úr hestamannafélaginu Skagfirðingi hafa verið valdar í U21-landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum en skrifað var undir samninga í gærmorgun í höfuðstöðvum Landssambands hestamannafélaga í Laugardalnum. Tvær skagfirskar hestakonur eru þar á meðal tíu annarra knapa en stórt tímabil er framundan á HM ári.
Meira

Blöndulína 3 - Nokkrar athugasemdir

Blöndulína 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar hefur verið á döfinni í nær hálfan annan áratug og deilt um hvar hún skuli lögð um Skagafjörð. Nefndar voru einkum tvær leiðir fyrir línulögn, svok. Efribyggðarleið og hins vegar Héraðsvatnaleið.
Meira

Sama stjórn hjá knattspyrnudeild Tindastóls en ekki tókst að manna barna- og unglingaráð

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls, sem fram fór í gærkvöldi, gáfu stjórnarmenn kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Annað var uppi á teningnum hjá barna- og unglingaráði, sem starfað hefur með sjálfstæðan fjárhag í um tvö ár, þar sem ekki náðist að fullmanna stjórnina og flyst því rekstur þess til stjórnar deildarinnar.
Meira