Skagafjörður

Seyðisfjörður – Hvað er til ráða? -14 km jarðgöng eða láglendisvegur

Hver er staða Seyðisfjarðar sem samfélags eftir mikil aurflóð úr Strandartindi og velþekkt snjóflóðasvæði úr Bjólfinum, allt frá því í janúar 1882 og snjóflóðið 1885 sem var eitt það mannskæðasta á Íslandi? Hversu mikið landrými er fyrir byggð einstaklinga og þá fyrirtækja aðallega í sjávarútvegi? Smyril-Line hefur boðað að farþegaflutningar i 3-4 mánuði að vetri verði lagðir af. Það er augljóslega ekki arðbært að flytja farþega sjóleiðina milli Evrópu og Íslands yfir háveturinn.
Meira

Hamingjan er harður húsbóndi - Leiðari Feykis

Alþjóða hamingjudagurinn var víða haldinn hátíðlegur sl. mánudag, þann 20. mars, sem vildi svo vel til að hitti á vorjafndægur að vori en þá er sól beint yfir miðbaug jarðar og dagur og nótt þá jafnlöng um alla jörð. Þá er eitt víst að þá fer daginn að lengja með aukinni hamingju flestra. Þennan sama dag var opinberað að Íslendingar væru þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt alþjóðlegri hamingjuskýrslu Gallup. Það eru Finnar sem eru reynast hamingjusama þjóðin og nágrannar þeirra Danir koma næstir.
Meira

Hvatamaður að nýtingu séreignarsparnaðar til fyrstu fasteignakaupa býður sig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins

Kristófer Már Maronsson, hagfræðingur, býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins en rafræn kosning hófst í hádeginu á kosningavef og henni lýkur 29. mars. nk. Kristófer Már hefur komið víða við og m.a. verið formaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, stjórnarmaður hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, rekstrar- og fjármálastjóri hjá aha.is og starfar nú sem sérfræðingur hjá Byggðastofnun ásamt því að sitja í stjórn Fjallalambs hf.
Meira

Góður árangur nemenda FNV á Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var með kynningarbás í Laugardalshöll þar sem viðburðurinn Mín framtíð 2023 fór fram, Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning, dagana 16. – 18. mars. Þar gátu gestir kynnt sér námsframboð skólans, heimsótt Drangey og fleiri staði með 360° sýndarveruleikagleraugum, farið á hestbak á hesthermi, tekið þátt í spurningakeppni o.fl.
Meira

Til höfuðs íbúum í dreifbýli Skagafjarðar - Högni Elfar Gylfason skrifar

Fyrir skemmstu tók sveitarstjórn Skagafjarðar þá ákvörðun að fækka kjördeildum í Skagafirði úr átta í þrjár. Þannig munu hér eftir allir íbúar í firðinum sem kjósa til sveitarstjórnar, alþingis, í forsetakosningum eða öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum þurfa að skunda á þessa þrjá staði sem upp á verður boðið.
Meira

Kalksalt á Blönduós

Fyrirtækið Kalksalt er á leið á Blönduós eftir að það skipti um eigendur en það hefur verið rekið sem lítið fjölskyldufyrirtæki á Flateyri. Fyrirtækið er hið eina sinnar tegundar á Íslandi og framleiðir saltbætiefni fyrir kindur, kýr og hesta.
Meira

Arnar Freyr Íslandsmeistari í múraraiðn

Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina, sem fram fór um liðna helgi, hampaði Arnar Freyr Guðmundsson á Sauðárkróki Íslandsmeistaratitli í múraraiðn. Alls var keppt í 21 faggrein þar sem keppendur tókust á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reyndi á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku, eins og segir á namogstorf.is.
Meira

Af hverju er þrúgandi þögn? - Kári Gunnarsson skrifar

Í ágætri grein í Feyki setur Jón Eðvald Friðriksson fram þá kenningu að þögn ríki í Skagafriði um ástæður þess að þeim fari fækkandi sem vilja hér búa, það gengur ekki, og set ég hér fram nokkrar hugdettur varðandi landbúnaðarþáttinn. Má vera að ástæðan sé að einhverju leyti drottnandi staða KS í héraði, að viðbættri óskilvirkni pólitíkur síðustu áratuga?
Meira

Maður í mislitum sokkum í Sævangi

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir á sunnudaginn gamanleikinn Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman í leikstjórn Skúla Gautasonar. Í tilkynningu leikfélagsins segir að fullorðin kona sest upp í Skódann sinn eftir að hafa farið í búð til að kaupa í matinn en þá situr eldri maður í framsætinu sem er orðinn kaldur og aumur, veit ekki hvar hann er eða hver hann er.
Meira

Haraldur Ægir með Karolinafund - söfnun vegna útgáfu á vínylplötunni Tango For One

Fyrr í þessum mánuði hratt húnvetnski tónlistarmaðurinn Haraldur Ægir Guðmundsson af stað Karolinafund/söfnun upp í framleiðslu á vinyl plötu með nýrri eigin tónlist. Á Facebook-síðu sinni greinir Haraldur frá því að Andrés Þór gítarleikari og Matthías Hemstock hafi unnið tónlistina með honum en upptökum og hljóðblöndun stjórnaði Ómar Guðjónsson.
Meira