Skemmtikraftar og skaðræðisgripur í Gránu á sunnudaginn
feykir.is
Skagafjörður
18.11.2022
kl. 13.13
Sunnudaginn 20. nóvember verður viðburður í Gránu á Sauðárkróki. Þá ætlar þjóðfræðingurinn og Strandamaðurinn Jón Jónsson að ræða um förufólk fyrri alda og segja af því sögur. Hann veltir meðal annars fyrir sér landlægum áhuga á sögum af sérkennilegu fólki og rifjar upp fjölmargar sögur. Frítt er inn á viðburðinn sem hefst kl. 14:00.
Meira