Deiliskipulag fyrir Sveinstún á Sauðárkróki kynnt
feykir.is
Skagafjörður
21.06.2023
kl. 14.55
Að undanförnu hefur sveitarfélagið Skagafjörður kynnt tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Sveinstún á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir 38 lóðum í Sveinstúni fyrir allt að 84 íbúðum í einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishúsum. Nú er hægt að skoða kynningarmyndband á heimasíðu Skagafjarðar þar sem Björn Magnús Árnason, landfræðingur hjá Stoð verkfræðistofu, fer yfir það helsta í tillögunni og er sjón sögu ríkari.
Meira
