Stólastúlkur máttu sætta sig við enn eitt tapið
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.10.2022
kl. 01.10
Stólastúlkur fengu sameinað lið Aþenu/Leiknis/UMFK í heimsókn í Síkið í kvöld í 1. deild kvenna. Eftir ágæta byrjun Tindastóls náðu gestirnir tökum á leiknum og um miðjan þriðja leikhluta höfðu þeir búið sér til dágott forskot sem heimastúlkur náðu aldrei að brúa þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir. Lokatölur 70-77.
Meira