Skagafjörður

Stólastúlkur máttu sætta sig við enn eitt tapið

Stólastúlkur fengu sameinað lið Aþenu/Leiknis/UMFK í heimsókn í Síkið í kvöld í 1. deild kvenna. Eftir ágæta byrjun Tindastóls náðu gestirnir tökum á leiknum og um miðjan þriðja leikhluta höfðu þeir búið sér til dágott forskot sem heimastúlkur náðu aldrei að brúa þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir. Lokatölur 70-77.
Meira

Kaffi Krókur – sportbar & grill – opnar um helgina

Árvökulir Fésbókargestir hafa mögulega rekið augun í auglýsingu þar sem tilkynnt er um opnun Kaffi Króks á Sauðárkróki. KK restaurant var lokað mánaðamótin ágúst september og nú opna nýir eigendur Kaffi Krók sportbar & grill með löngum laugardegi en opnað verður á laugardagsmorgni kl. 11 og ekki lokað fyrr en kl. 3 aðfaranótt sunnudags en þá verður hinn eini sanni Einar Ágúst búinn að halda upp fjörinu frá 22:30 eða þar um bil. Á sunnudaginn verður opið frá 11-22.
Meira

Brúnastaðir í Fljótum hlýtur Hvatningarverðlaun ársins

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Þingeyjarsveit og á Húsavík í gær en samkvæmt venju voru veittar viðurkenningar á hátíðinni. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir Fyrirtæki ársins, Sprota ársins og Hvatningarverðlaun.
Meira

K-Tak og Þ-Hansen ný inn á lista framúrskarandi fyrirtækja

Alls eru 92 fyrirtæki, eða 10,5% af heildarfjöldanum, á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki í ár staðsett á Norðurlandi. Fimm efstu sæti listans á Norðurlandi eru öll í flokki stórra fyrirtækja. Þau skipa FISK-Seafood á Sauðárkróki, Rammi á Siglufirði og Búfesti, KEA og SS Byggir sem öll eru á Akureyri en 48% fyrirtækjanna á listanum á Norðurlandi eru staðsett á Akureyri.
Meira

Ráðstefnan Orka, atvinnulíf og nýsköpun í Árgarði í dag

Í tengslum við haustþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er blásið til ráðstefnu um orku, atvinnumál og nýsköpun. Ráðstefnan, sem hefst kl. 13:00 í dag, verður haldin í félagsheimilinu Árgarði á Steinsstöðum í Skagafirði. Ráðstefnan er opin öllum áhugasömum og aðgangur frír.
Meira

Leggur til að verslunum verði heimilt að selja lausasölulyf

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, mælti í gær fyrir frumvarpi sínu til breytinga á lausasölulyfjum. Þetta mun vera fyrsta lagafrumvarpið sem hún mælir fyrir en með því er lagt til afnám skilyrða lyfjalaga um að undanþága til sölu á tilteknum sölulyfjum í almennum verslunum megi aðeins veita þar sem ekki er starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú.
Meira

Líf og fjör á Landbúnaðarsýningu

Vörusmiðjan átti öfluga fulltrúa að þessu sinni á Landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll síðastliðna helgi. Þær systur Þórhildur og Auðbjörg stóðu vaktina f.h. Vörusmiðjunnar og gerðu sér lítið fyrir og lögðu bíl smáframleiðanda á besta stað inni í höllinni.
Meira

Verður Haukum dæmdur sigur í bikarleiknum?

Tindastóll og Haukar mættust í VÍS bikarnum sl. mánudagskvöld og unnu Stólarnir leikinn af öryggi. Á daginn hefur komið að mistök urðu við leikmannaskipti hjá Stólunum þannig að á einu andartaki leiksins voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Reglan er sú að á öllum tímum skuli tveir íslenskir leikmenn vera inn á í hverju liði. Brot á reglunum þýðir að brothafi tapar leiknum 20-0 og skal greiða 250 þúsund króna sekt. Einfalt – eða kannski ekki.
Meira

Til fjalla ræður vatnahalli merkjum - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Aðalmeðferð vegna þjóðlendukrafna ríkisins á hendur landeigendum í Ísafjarðasýslum fór fram í fimm málum 4. og 5. október sl. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á þriðjudeginum 4. október fórum fram skýrslutökur og málflutningur í málum nr. 1–3/2021, sem er í máli nr. 1; fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar, máli nr. 2; fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, og máli nr. 3; fjallendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals. Á miðvikudeginum 5. október var aðalmeðferð í máli nr. 4; fjalllendi milli Önundar-, Súganda-, Skutuls- og Álftafjarða auk Stigahlíðar og Hestfjalls, og máli nr. 5; fjalllendi við Glámu auk almenninga við Hestfjörð, Skötufjörð og Ísafjörð. Samtals eru átta mál til meðferðar í Ísafjarðarsýslum.
Meira

Að girnast uxa eða asna náunga síns :: Leiðari Feykis

Ég brosti í kampinn þegar ég las frétt Vísis um það að nú væru börnum í Vídalínskirkju í Garðabæ ekki lengur kennd boðorðin tíu eins og venja hefur verið á Íslandi. Það síðasta var klippt af svo boðorðin eru þar núna einungis níu.
Meira