Skagafjörður

Malen gefur út plötuna Back Home

Nú nýverið gaf Króksarinn Malen Áskelsdóttir út sína fyrstu plötu, Back Home, og er hægt að hlýða á hana á Spotify. Malen er næstelst dætra Völu Báru Valsdóttur og Áskels Heiðars Ásgeirssonar. Lögin eru lauflétt og grípandi, oftar en ekki lágstemmt kántrýskotið popp en hún samdi lög og texta yfir þriggja ára tímabil, frá 2019 og fram í ársbyrjun 2022. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Malen.
Meira

Sex stúlkur úr Tindastóli í Norðurlandsúrvalinu

Tindastóll á sex fulltrúa í 18 manna lokahópi Norðurlandsúrvals stúlkna í knattspyrnu. Liðið er skipað stúlkum sem hafa fæðst árið 2007 eða 2008. Úrvalið fer til Danmerkur og spilar þar tvo leiki við FC Nordsjælland og Brøndby IF dagana 26. febrúar - 2. mars.
Meira

Endurmat á losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlandi

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræðslunni að endurmeta losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlandi í losunarbókhaldi Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjórnarráðsins.
Meira

Drangey-smábátafélag sendir stjórnvöldum tóninn

Á félagsfundi Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar, sem haldinn var sl. sunnudag, voru samþykktar ályktanir er lúta að breyttum reglum strandveiða. Þá mótmælir félagið þeirri hugmynd að botndregnum veiðarfærum og handfæraveiðar verði settar undir sama hatt. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á þeirri fyrirætlan stjórnvalda að auka veiðar með botntrolli nálægt landi, jafnvel upp að þriggja mílna landhelgi í nafni umhverfisverndar og minni kolefnislosunar.
Meira

Stormur og samgöngutruflanir á Norðurlandi

Sunnan hvassviðri eða stormur er á norðanverðu landinu enda gular viðvaranir í gildi frá Veðurstofunni. Einnig er útlit fyrir talsverða rigningu sunnan- og vestan til. Búast má við samgöngutruflunum.
Meira

Ályktanir aðalfundar Svæðisfélags VG í Skagafirði

Svæðisfélag VG í Skagafirði kom saman á aðalfundi þann 14. janúar og lagði fram ályktanir sem varða almannahag og snúa m.a. að svæðaskiptingu grásleppuveiða, takmarkanir á dragnótaveiðum í Skagafirði, styrkingu stoða Háskólans á Hólum, áskorun á innviðaráðherra að skoða kosti þess að Alexandersflugvöllur verði gerður að varaflugvelli og tryggja nauðsynlega fjármuni til vegaframkvæmda á Norðurlandi vestra. Þá fagnar aðalfundurinn þeim skrefum sem stigin eru í bættu farsímasambandi í sveitum landsins, en áréttar að gera þarf miklu betur í þeirri sjálfsögðu innviðauppbyggingu.
Meira

Nytjamarkaðurinn á Hvammstanga kemur samfélaginu vel

Nytjamarkaðurinn á Hvammstanga er mörgum að góðu kunnur, segir í færslu á heimasíðu Húnaþings vestra en tilefnið er höfðinglegur stuðningur Gæranna til samfélagsins á síðasta ári.
Meira

Arnar Geir og Ingvi Þór tóku tvímenninginn

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að gamla góða pílan hefur nú gengið aftur og fjöldi fólks stundar þetta huggulega sport, sumir í keppnisstuði en aðrir fara fínt með þetta heima í skúr. Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrirtvímenningsmót sl. föstudagskvöld og tókst það frábærlega og þátttaka góð þrátt fyrir að leikur Íslands og Svíþjóðar í hand færi fram á sama tíma.
Meira

Zoran Vrkic yfirgefur Tindastól - Uppfært

Króatinn Zoran Vrkic og Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafa komist að samkomulagi um að hann hafi lokið leik fyrir liðið. Þetta kemur fram á Facebook-síðu deildarinnar en þar er honum þakkað fyrir samstarfið og óskað alls hins besta í framtíðinni.
Meira

Sýning í Textílmiðstöð Ísland og opinn dagur í Textíllab

Það er mikið um að vera í textíllistinni á Blönduósi næstu daga því á morgun verður haldin sýning textíllistamanna, sem ber heitið Goosebumps Alive!, í Kvennaskólanum mili klukkan 15 og 18. Um helgina, 28. & 29. janúar verða svo opnir dagar í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar á Þverbrautinni.
Meira