Skagafjörður

Oríon sigurvegarar í Stíl

Félagsmiðstöðin Oríon í Húnaþingi vestra fór með tvö lið á Stíl 2023 sem haldin var í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi þann 21. janúar sl. og gerði sér lítið fyrir og fór annað þeirra með sigur af hólmi.
Meira

Bindin fram í febrúar, landsátak um hálsbindi er hafið á ný

Á morgun 1. febrúar hefst landsátakið Bindin fram í febrúar í ellefta sinn á Íslandi. Átakið er hvatning til allra um að nota bindi í febrúarmánuði. Markmið átaksins er að auka fjölbreytta bindanotkun á Íslandi í leik og starfi og að vekja athygli á því að bindi er hægt að nota bæði við hversdagsleg og hátíðleg tækifæri óháð aldri, kyni og starfi.
Meira

Nýsköpun, dans og gleði í Grunnskóla austan Vatna

Í síðustu viku voru allir nemendur Grunnskóla austan Vatna saman á starfsstöð á Hofsósi og unnu þeir að nýsköpun og fengu danskennslu frá Ingunni Hallgrímsdóttur. Unglingastigið vann með þemað Nýsköpun en nemendur miðstigs og yngsta stigs unnu nýsköpunarverkefnin sín einstaklingslega eða í pörum.
Meira

Samvera fyrir Söruh

Í nóvember 2022 greinist Sarah Holzem með brjóstakrabbamein og fór í aðgerð í desember. Nú tekur við löng og ströng lyfja- og geislameðferð í kjölfarið. Sarah er sjálfstæð móðir níu mánaða gamals drengs. Sarah hefur verið mjög virk í stjórn Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára og hefur gegnt formennsku síðustu 2 ár. Einnig hefur hún haldið úti gönguhóp ásamt Helgu Sjöfn og verið virk í starfi Kvenfélags Seyluhrepps. Þessir hópar hafa nú tekið sig saman og hafið söfnun fyrir Söruh.
Meira

Graflax en engin sósa

Í haust samdi SSNV við ráðgjafafyrirtæki Hjartar Smárasonar um gerð stöðugreiningar og stefnumótunar fyrir Norðurland vestra sem áfangastaðar. Hjörtur hefur um árabil unnið að verkefnum tengdum ímyndarmálum landssvæða og þróun ferðaþjónustu. Nú um ármótin lauk fyrsta hluta í stefnumótunarvinnunnar Kúrsinn stilltur og má finna skýrslu þar sem farið er yfir helstu niðurstöður Hjartar.
Meira

BioPol á Skagaströnd fær 64,8 milljóna styrk úr Rannsóknasjóði Rannís

Á heimasíðu Skagastrandar er sagt frá því að dr. Bettina Scholz starfsmaður BioPol á Skagaströnd hafi, ásamt samstarfsaðilum, hlotið 64,8 milljóna króna rannsóknastyrk frá Rannsóknasjóði Rannís. Rannsóknaverkefnið er til þriggja ára og dreifist því styrkupphæðin á árin 2023-2025.
Meira

Enn ein óveðurslægðin yfir landinu

Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir vegna veðurs í dag en vaxandi austanátt er í kortunum fyrir daginn og fer að snjóa sunnan til með frosti frá 0 til 12 stig. Austan 18-25 m/s síðdegis og víða snjókoma, en 23-28 syðst á landinu fram á kvöld með talsverðri ofankomu. Mun hægari vindur á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýnar heldur.
Meira

Kristvina ráðin í starf aðstoðarskólastjóra í Varmahlíð

Í byrjun árs var auglýst laus staða aðstoðarskólastjóra við Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Nú fyrir helgi var tilkynnt um að Kristvina Gísladóttir hafi verið ráðin í starfið og mun hún taka við starfinu í febrúar. Alls bárust fimm umsóknir um starfið. Kristvina hefur starfað í Varmahlíðarskóla undanfarin 20 ár.
Meira

Geggjuð tilfinning að vinna CrossFit keppnina segir Ægir Björn

„Tilfinningin eftir að hafa unnið er bara alveg geggjuð,“ segir Ægir Björn Gunnsteinsson crossfit-kappi frá Sauðárkróki en hann og félagi hans Alex Daða Reynisson stóðu uppi sem sigurvegarar í CrossFit á Reykjavíkurleikunum sem nú standa yfir.
Meira

Súpur og naan brauð

Það er ekki langt síðan ég fór að kunna að meta súpur því þegar ég var yngri þá hataði ég þær. Kannski vegna þess að mér fannst súpur ekki vera matur heldur drykkir og heitir drykkir voru, að mínu mati, eitthvað ógeðslegt. En með tilkomu mexíkósku kjúklingasúpurnar fór ég að gefa þeim meiri séns og viti menn þetta er bara með því betra. Reyndar eru súpur í dag mikið matarmeiri en hér áður fyrr þegar boðið var upp á pakkasúpurnar eins og blómkáls- og broccolisúpur og ekki gleyma bugðunum sem voru með, jakk...
Meira