OK færði viðskiptavinum sínum óvæntan glaðning í tilefni af titli
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
22.05.2023
kl. 10.00
Það er óhætt að fullyrða að flestir ef ekki allir stuðningsmenn Stólanna svífi enn á sæluskýji eftir lið Tindastóls nældi loks í Íslandsmeistaratitilinn í körfubolti. Árangurinn hefur vakið mikla og jákvæða athygli og gaman að fylgjast með því hversu margir hafa samglaðst Tindastólsfólki og Skagfirðingum. Nú í morgun fengu síðan 27 viðskiptavinir OK (Opinna Kerfa) á Sauðárkróki óvæntan glaðning því fyrirtækið, sem er með útibú á Króknum, hafði fengið Sauðárkróksbakarí til að baka veglega súkkulaðitertu til að færa viðskiptavinum sínum í tilefni meistaratitilsins.
Meira
