Skagafjörður

Veðursjá á Skagaheiði sem greinir lægðargang og úrkomu úr norðri

Í september á liðnu ári var hafist handa við að reisa sérkennilegt mannvirki á Selfelli á Skagaheiði, svokallaða veðursjá (e. weather radar) sem bætist við net veðurstöðva á landinu og auka áreiðanleika veðurspár. Að sögn Óðins Þórarinssonar, sérfræðings á athugana- og upplýsingatæknisviði Veðurstofunnar, er radarinn á Skaga, auk annars sem fyrirhugað er að setja upp á Melrakkasléttu, hugsaðir til þess að greina betur lægðargang og úrkomu sem koma að norðan og geta valdið bæði snjóflóðum og skriðuföllum.
Meira

Ægir Björn og Alex Daði komu, sáu og sigruðu

Reykjarvíkurleikarnir standa nú yfir og þar er m.a. keppt í CrossFit. Þrjú lið mættu til leiks í liðakeppni kvenna- og karla í dag og þar var einn Króksari meðal keppanda, Ægir Björn Gunnsteinsson, sem keppti í félagi við Alex Daða Reynisson. Hörð keppni var hjá báðum kynjum en svo fór að lokum að Ægir Björn og Alex Daði sigruðu í karlaflokki en Annie Mist og Bergrós Björnsdóttir í kvennaflokki.
Meira

Lið Dodda málara fór með sigur af hólmi

Fyrirtækjamót meistaraflokks Kormáks Hvatar í innanhúsknattspyrnu fór fram í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í dag. Sex lið voru skráð til leiks en það voru GN hópbílar, KS Kjarni, Doddi málari, FNV, Maggi málari og Vegagerðin. Þegar upp var staðið reyndist lið Dodda málara á Sauðárkróki sigurvegari mótsins.
Meira

Nokkrar góðar með keilu

Eflaust eru einhverjir sem reka upp stór augu og hugsa… hvað er keila? En þetta er fisktegund sem maður heyrir ekki oft um og því um að gera að koma með nokkrar girnilegar uppskriftir sem innihalda þennan fisk. Keila hefur, því miður, orðið undir í samkeppninni við þorskinn og ýsuna en er mjög góður fiskur og auðvelt að nálgast hann í fiskbúðum. Keilan er löng, með sívalan bol og étur helst krabbadýr og annan smáfisk. Stærsta keilan sem veiðst hefur við Íslandsstrendur var 120 cm löng en fullvaxin er hún oftast um 40-75 cm og um 0,5-3 kg og getur orðið 40 ára gömul. (upplýsingar teknar af matis.is og audlindin.is)
Meira

Keppnisferð Jóhönnu Maríu í júdó til Hollands og Belgíu

Í janúar fór Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, sem er iðkandi í Júdódeild Tindastóls, í heimsókn til ömmu sinnar og afa í Þýskalandi. Ferðin var einnig notuð til að freista gæfunnar í keppni í júdó á erlendri grundu í fyrsta skipti en Jóhanna María keppti á tveimur alþjóðlegum mótum, annars vegar á Trofee van de Donderslag í Belgíu og hins vegar Matsuru Dutch Open Espoir í Hollandi.
Meira

Matvælaráðherra setur af stað átaksverkefni vegna brottkasts

Að beiðni Fiskistofu hefur Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, samþykkt styrk til að gera kerfisbundið mat á brottkasti á Íslandsmiðum. Hlutverk Fiskistofu er meðal annars að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjórnarráðsins.
Meira

Áskell Heiðar heim að Hólum en messar áfram í Gránu

Á heimsíðu Háskólans á Hólum segir að ferðamáladeild hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson í fullt starf við deildina. Fram kemur að Áskell Heiðar, sem á ættir að rekja í Borgarfjörð eystra en hefur búið á Sauðárkróki síðan á síðustu öld, hefur fjölþættan bakgrunn sem mun nýtast vel við verkefni á sviði kennslu, rannsókna og stjórnunar í viðburðastjórnun og ferðamálafræði.
Meira

Metfjöldi umsókna á Fjárfestahátíð á Siglufirði

Þrjátíu verkefni sóttu um á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram þann 29. mars næstkomandi en umsóknarfrestur rann nú um miðjan janúar. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt heldur slíka hátíð á Siglufirði og verður tilkynnt 15. febrúar nk. hvaða sprota- og vaxtarfyrirtæki munu stíga á stokk fyrir fullum sal fjárfesta í mars.
Meira

Raunveruleikatékk í Síkinu þegar Njarðvík sótti stigin

Það reyndist boðið upp á örlítið raunveruleikatékk í Síkinu í gær þegar Tindastólsmenn tóku á móti spræku liði Njarðvíkinga. Ekki vantaði eftirvæntinguna og vonarneistann í glaðværa og dugmikla stuðningsmenn Stólanna en að þessu sinni náðu þeir ekki alveg að kveikja neistann í sínum mönnum í fyrsta heimaleik liðsins undir stjórn Pavel Ermolinski. Lið Njarðvíkur, sem er eitt af þremur bestu liðum Subway-deildarinnar sem stendur, reyndist sterkari aðilinn í leiknum og gátu eiginlega ekki annað en unnið leikinn miðað við gjafirnar sem vörn Stólanna færði þeim ítrekað. Lokatölur 86-94.
Meira

KS fær ekki að kaupa Gunnars

Samkeppniseftirlitið birti í gær ákvörðun sína um að ógilda kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf. sem stofnað var til í júní á síðasta ári en með kaupunum hefðu runnið saman tveir af stærstu framleiðendum á majónesi og köldum sósum á Íslandi. Vonbrigði, segir forstöðumaður Mjólkursamlagsins.
Meira