Skagafjörður

Garðfuglatalning um helgina

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi og venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Á heimasíðu Fuglaverndar segir að gott sé að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira

Magnaður árangur keppenda UMSS og USAH á Stórmóti ÍR

Stórmót ÍR fór fram í Laugardalshöll um helgina, það 26. í röðinni, og var fjölmennt líkt og áður en yfir 500 keppendur frá 28 félögum voru skráðir til keppni. Keppt var í fjölþraut barna 10 ára og yngri og í hefðbundnum greinum í öllum aldursflokkum 11 ára og eldri. Fjölmargir keppendur frá UMSS og USAH tóku þátt og tólf þeirra náðu á verðlaunapall.
Meira

Heiðmar sigraði í Söngkeppni NFNV

Söngkeppni FNV fór fram síðastliðið fimmtudagskvöld á sal bóknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Sigurvegari keppninnar var Heiðmar Gunnarsson en hann söng lagið Another Love sem Tom Odell gerði vinsælt fyrir um tíu árum síðan og hefur fengið yfir 1.4 milljarð spilana á Spotify.
Meira

Sigurkarfan hjá 11. fl. karla þegar 2,7 sek. voru eftir af leiknum - myndband

Um helgina mættust Tindastóll og Vestri í 11. flokki karla í Síkinu og var fyrri leikurinn spilaður á laugardeginum og sá seinni á sunnudeginum.
Meira

Íslenska landsliðið lækkar eldneytisverð

Þrátt fyrir að íslenska landsliðið í handknattleik hafi lokið þátttöku á Heimsmeistaramótinu geta landsmenn fagnað í dag þar sem frammistaða þess í leiknum í gær gegn Brasilíu hefur áhrif á eldneytisverð í dag. ÓB og Olís bjóða lykil- og korthöfum afslátt í dag sem nemur markafjölda liðsins í leiknum.
Meira

Nú er rétti tíminn til að hefja mottusöfnun

Mottumars er handan við hornið, segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins, og þá er um að gera að safna mottu en Mottukeppnin verður að sjálfsögðu á sínum stað. Þar eru karlmenn hvattir til að taka þátt, einir sér eða jafnvel að hóa í félagana og stofna hóp. Þá er einnig bent á að tilvalið sé fyrir vinnustaði að skella í lið.
Meira

Sigur og tap hjá liðum Tindastóls

Lið Tindastóls spiluðu sitt hvorn leikinn á Kjarnafæðismótinu í gær og var leikið á Akureyri. Stelpurnar mættu FHL, sameiginlegu liði Austfirðinga, og höfðu sigur en strákarnir lutu í gervigras gegn liði Völsungs.
Meira

Tortillaterta og snakkbrauðréttur

Ég, Sigríður Garðarsdóttir, var svolítið svöng þegar ég fór á stúfana með hverju Feykir ætti að mæla með í tbl 28, 2022, og það kom að sjálfsögðu eitthvað óhollt upp í höfuðið á mér og í þetta skipti langaði mig í snakk… Ætla að sjálfsögðu ekki að láta það eftir mér en kannski væri gaman að prufa þessar skemmtilegu uppskriftir sem innihalda snakk og fékk ég þær af síðunni mommur.is – mæli með að skoða síðuna þeirra, það er fullt af flottum uppskriftum hjá þeim.
Meira

Fyrsta brúin yfir Laxá byggð 1876

Fyrir skömmu birti Feykir frétt af brúarsmíði yfir Laxá í Refasveit fyrir um 100 árum síðan og með fylgdi mynd sem áður hafði birst á vef Skagastrandar. Segir í myndatexta að þar sé fyrsta brúin yfir Laxá í Refasveit, byggð á árunum 1924-1927, og sú brú sem nú er í smíðum væri sú þriðja.
Meira

Stjörnustúlkur höfðu betur gegn liði Tindastóls

Stólastúlkur spiluðu í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í dag í fimmtánda leik sínum í 1. deild kvenna. Heimastúlkur í Stjörnunni hafa á að skipa sterku liði og tróna á toppi deildarinnar með þrettán sigurleiki og aðeins eitt tap. Lið Tindastóls hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur en er að reyna að ná að koma fótunum undir sig. Leikurinn í dag var sveiflukenndur en aðeins tveimur stigum munaði í hálfleik. Heimastúlkur byggðu upp forskot í þriðja leikhluta og unnu að lokum sigur, 86-72.
Meira