Miðar á leik Vals og Tindastóls tættust út
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf
12.05.2023
kl. 11.54
„Miðarnir hreinlega tættust út – bæði miðar gestaliðsins og okkar miðar. Þessi rimma er þannig að allir og ömmur þeirra vilja vera á svæðinu,“ sagði Valsarinn Grímur Atlason þegar Feykir spurði hvernig hefði gengið að selja miða á leikinn sem hefst í Origo-höllinni kl. 19:15 í kvöld. Raunar hafði Feykir hlerað að miðar Stólanna hefðu klárast á tveimur mínútum og því betra að gleyma sér ekki við uppvaskið eða önnur nauðsynjaverk þegar miðarnir í úrslitaeinvíginu fara í sölu.
Meira
