Skagafjörður

Umferðarslys í Hjaltadal

Umferðarslys varð upp úr kl.16.00 í dag á Hólavegi í Hjaltadal í Skagafirði. Samkvæmt færslu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook- síðu sinni skullu þar saman tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum. Aðstæður á vettvangi voru ekki góðar, snjór og hálka.
Meira

Helgi Sigurjón tekur þátt í hæfileikamótun N1 og KSÍ

Hinn þrettán ára gamli Helgi Sigurjón Gíslason fótboltakappi í Tindastól hefur verið boðaður til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi á Norðurlandi en æfingin fer fram miðvikudaginn 18. janúar næstkomandi í Boganum á Akureyri.
Meira

FNV mætir FG í Gettu betur í kvöld

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, heldur áfram í kvöld og lið FNV, sem lagði Menntaskólann í Kópavogi í fyrstu umferð, mætir liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í 16-liða úrslitum. Viðureignin fer fram í kvöld, 16. janúar, klukkan 20:35 í beinni útsendingu á Rás 2.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut í fimmta sinn

Ísak Óli Traustason (UMSS) var um helgina krýndur Íslandsmeistari í sjöþraut karla á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Hann hlaut alls 5074 stig og er þetta í fimmta sinn sem Ísak verður Íslandsmeistari í greininni.
Meira

Yfir 20 lögaðilum á Norðurlandi vestra hótað slitum

Ríkisskattstjóra hefur verið falið að koma fram skiptum eða slitum á þeim lögaðilum sem ber að skrá raunverulega eigendur en hafa vanrækt skráningarskyldu samkvæmt lögunum. Á heimasíðu Skattsins kemur fram að fyrirhugað sé að krefjast skipta eða slita á þessum lögaðilum fyrir dómi og eru yfir 20 þeirra á Norðurlandi vestra.
Meira

Skagafjörður leiðandi í Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands

Gerðar hafa verið viðamiklar breytingar á þjónustu og umsýslu er varðar barnavernd á Íslandi sem tóku gildi þann 1. janúar sl. Breytingarnar felast fyrst og fremst í því að þjónustusvæði einstakra barnaverndarþjónustu hafa verið skilgreind að nýju og er nú áskilið að á bak við hverja barnaverndarþjónustu skuli vera 6000 íbúar að lágmarki.
Meira

Blankiflúr keppir um Sykurmolann

Sykurmolinn kallast lagakeppni sem fram fer á útvarpsstöðinni X977 en þar fá óþekktir tónlistarmenn tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma sér á framfæri. Keppt er bæði í kvenna- og karlaflokki og að þessu sinni á einn Króksari lag í keppninni. Það er Inga Birna Friðjónsdóttir, sem kallar sig Blankiflúr, en hún er með lagið Modular Heart í keppninni ásamt samstarfsmanni sínum, Stefáni Erni Gunnlaugssyni sem kallar sig Jerald Copp.
Meira

Uppskeruhátíð íþróttafólks í Skagafirði

Uppskeruhátíð íþróttafólks í Skagafirði fór fram þann 28. desember sl. þar sem veitt voru verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan árangur, ástundun og framfarir á árinu sem nú er nýlokið auk þess sem hvatningarverðlaun UMSS voru veitt fyrir tvö árin á undan, sem ekki hafði verið framkvæmt vegna Covid-takmarkana.
Meira

Pavel ráðinn þjálfari Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls gekk í dag frá samningi við Pavel Ermolinskij um að hann taki nú þegar við sem þjálfari meistaraflokks karla. Pavel er einn sigursælasti leikmaður sem íslenskur körfuknattleikur hefur nokkurn tíma átt. Hann byrjaði enda snemma og lék fyrsta leik sinn í úrvalsdeild KKÍ með ÍA árið 1998, þá aðeins ellefu ára gamall. Það er væntanlega met sem seint eða aldrei verður slegið!
Meira

Útlit fyrir hina bestu skíðahelgi í Stólnum

Það er útlit fyrir hið álitlegasta veður um helgina, stilltu og fallegu en það er vissara að klæða sig vel ætli fólk út undir bert loft því hitastigið gæti nálgast mínus 20 gráðurnar. Það eru örugglega margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar (!) og hyggjast smella á sig skíðum og renna sér í Tindastólnum.
Meira