Skagafjörður

Hestamenn kjósa um nýtt nafn á Gæðingafimi LH

Á landsþingi Landssambands hestamanna LH síðastliðið haust var samþykkt að taka Gæðingafimi LH inn í regluverk sambandsins og jafnframt samþykkt að efna til samkeppni um nýtt nafn á greinina. Kosning er hafin og stendur valið á milli fjögurra nafna.
Meira

Erfiðir þriðju leikhlutar hjá 10.fl.karla um helgina í Síkinu

Um helgina mættust Tindastóll og ÍR í tveim leikjum í 10.fl.karla og var fyrri leikurinn spilaður á laugardeginum og seinni á sunnudeginum. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar í fyrsta sæti og okkar strákar í öðru sæti svo búast mátti við hörkuleikjum um helgina.
Meira

Rósanna og Viðar nýir eigendur Hlín Guesthouse Steinsstöðum

Eigendaskipti hafa orðið hjá Hlín Guesthouse, sem staðsett er í Steinsstaðahverfi í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, eftir að Rósanna Valdimarsdóttir og Viðar Ágústsson festu nýlega kaup á eigninni. Opið hús verður á laugardag og fólk velkomið að skoða og njóta dagsins með nýjum eigendum.
Meira

Nýskipað Ungmennaráð Skagafjarðar hélt sinn fyrsta fund

Nú um miðjan desember fór fram fyrsti fundur nýskipaðs Ungmennaráðs Skagafjarðar. Á fundinum var farið yfir hlutverk ráðsins og hvernig það getur beitt sér fyrir því að hafa áhrif á málefni ungmenna innan sveitarfélagsins.
Meira

Hulda Þórey kölluð til æfinga með U16 landsliði Íslands

Hulda Þórey Halldórsdóttir úr Tindastóli hefur verið kölluð til æfinga með U-16 landsliði Íslands í knattspyrnu. Magnús Örn Helgason og Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfarar U16 kvenna, hafa nýverið tilkynnt hóp fyrir æfinglotu sem fram fer dagana 18.-20. janúar í Miðgarði í Garðabæ.
Meira

Eyfirðingar lögðu Stólana á Kjarnafæðismótinu

Karlalið Tindastóls spilaði í Kjarnafæðismótinu nú á laugardaginn og mætti sameinuðu liði Dalvíkur og Reynis Árskógsströnd. Leikið var í Boganum á Akureyri og var jafnt í hálfleik, bæði lið gerðu eitt mark. Í síðari hálfleik máttu Stólarnir sín lítils manni færri og töpuðu leiknum 4-1.
Meira

Janúarveðrið svipað og í desember en minna frost

Fyrsti fundur Veðurklúbbs Dalbæjar fór fram í síðustu viku en þar voru mættir Haukur Haraldsson, Kristján Loftur Jónsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Jón Garðarsson og Magnús Gunnlaugsson. Í skeyti þeirra spámanna er landsmönnum óskað gleðilegs árs þökk fyrir öll þau liðnu.
Meira

Vlad þjálfari hættur

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Vladimir Anzulovic hafa komist að samkomulagi um að hann hætti störfum sem aðalþjálfari meistaraflokks karla. Þetta kemur fram í tilkynningu deildarinnar á Facebook síðu hennar fyrr í kvöld.
Meira

Gul veðurviðvörun fram á morgun

Feykir sagði frá því fyrir helgi að útlit væri fyrir sæmilegt veður um helgina og útlit fyrir að skíðasvæðið í Stólnum yrði opið báða dagana. Skjótt skipast veður í lofti en það slapp þó til á laugardeginum en í dag, sunnudag, hefur veðrið verið leiðinlegt hér norðanlands, skíðasvæðið því lokað og þegar þetta er skrifað hefur Þverárfjallsvegi einnig verið lokað. Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi vestra og útlit fyrir að svo verði fram á morgun.
Meira

Bókin Náðarstund á sérstakan stað í hjarta mínu

Nú drepur Bók-haldið niður fæti á Vatnsnesi en á Sauðadalsá býr Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, fædd á Akranesi árið 1985. Hún segist búa þar ásamt sinni nútímafjölskyldu en Guðrún starfar sem aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Húnaþings vestra „Einnig bý ég með sauðfjárbónda svo ég tel mig vera það að hluta þó ég myndi mun frekar vilja kalla mig hestamann.“
Meira