Skagafjörður

Laus staða sviðsstjóra fjölskyldusviðs

Skagafjörður óskar eftir að ráða drífandi og framsýnan leiðtoga í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Fjölskyldusvið Skagafjarðar samanstendur af þremur meginstoðum sem starfa samþætt; félagsþjónustu, frístundaþjónustu og fræðsluþjónustu, ásamt öflugri stoðþjónustu sérfræðinga sem vinna þvert á sviðið.
Meira

Úreltum kynjahugmyndum sparkað - Fimm drengir saman á umönnunarvakt

Enn er talað um hefðbundin kvenna- eða karlastörf þó þær skilgreiningar séu hverfandi eftir árangursríkar aðgerðir með það að markmiði að brjóta niður úreltar hugmyndir um slíkt. Ungu kynslóðinni var t.d. bent á það í átaki fyrir fáum árum að allar leiðir væru færar í námi og starfi fyrir bæði kynin.
Meira

Verkefni Háskólans á Hólum hljóta næst hæstu úthlutunina úr Samstarfssjóði háskólanna

Í haust tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að settur yrði á laggir tveggja milljarða króna sjóð sem ætlað er að ýta undir öflugt samstarf allra háskóla á Íslandi. Sjóðinum yrði úthlutað í tveimur umferðum með einum milljarði í hvorri umferð. Alls bárust 48 umsóknir í sjóðinn fyrir 2.858 m.kr. í fyrri umferðinni og áttu allir sjö háskólarnir á Íslandi umsóknir í sjóðnum. Háskólinn á Hólum sendi inn sex umsóknir og var samstarfsaðili í öðrum ellefu umsóknum.
Meira

Wake Me Up Before You Go Go! í Miðgarði

Nemendur á unglingastigi Varmahlíðarskóla standa í stórræðum þessa dagana en í dag kl. 17 frumsýna þeir gleðisprengjuna Wake Me Up Before You Go Go! í Menningarhúsinu Miðgarði. Handritið er eftir Hallgrím Helgason, Íris Olga Lúðvíksdóttir leikstýrir og sýningin því eðlilega stútfull af gleði og söng. Að sýningu lokinni verður slegið upp balli en síðari sýningin verður annað kvöld, föstudaginn 13. janúar kl. 20, og að henni lokinni verður veislukaffi. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Trostan Agnarsson skólastjóra.
Meira

22 nemar þreyttu sveinspróf í húsasmíði um helgina

Það var mikið um að vera í Hátæknimenntasetri Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um helgina þegar 22 nemar þreyttu sveinspróf í húsasmíði. Hófst það á föstudegi og stóð fram á sunnudag en fjóra dagana á undan var haldið námskeið fyrir þá sem vildu undirbúa sig fyrir átök helgarinnar.
Meira

Varði þremur dögum í að hreinsa upp flugeldalíkin á Króknum

Grétar Freyr Pétursson, 11 ára Sauðkrækingur, hefur gert sér að leik að tína upp flugeldrusl sem verður til eftir gamlársfjörið í bænum. Telur hann að tertulíkin séu yfir 200 sem hann safnaði saman og fór með í Flokku.
Meira

Þórhildur Sunna tekur við sem þingflokksformaður Pírata

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur tekið við sem þingflokksformaður Pírata, en hún var kjörin á þingflokksfundi á dögunum. Hún tekur við embættinu af Halldóru Mogensen. Björn Leví Gunnarsson var við sama tilefni kjörinn varaþingflokksformaður en Gísli Rafn Ólafsson gegnir enn embætti ritara þingflokksins.
Meira

Öll erum við menn

Þeir eru skrítnir tímarnir sem við lifum á núna og fjölbreytilegar baráttur háðar á samfélagsmiðlum sem ýmist miða að feðraveldi, kynþáttafordómum eða kvenfyrirlitningu. Á dögunum mátti fylgjast með umræðu um það hvort orðið fiskari gæti komið í stað sjómanns en því orði var skotið inn í greinargerð með lagafrumvarpi um sjávarútveg á Alþingi. Hefur fólk lýst skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og einhver ratað í fréttatíma fjölmiðla.
Meira

Styrkir til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs

Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur úthlutað 450 milljónum króna til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs. Um er að ræða lokaúthlutun stjórnvalda með það að markmiði að viðhalda öflugu íþróttastarfi hér á landi. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hlaut styrk upp á kr. 811.152 en knattspyrnudeild Tindastóls styrk sem nam kr. 1.918.265. Ekki komu styrkir til annarra íþróttafélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Lið FNV áfram í 16 liða úrslit Gettu betur

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er komin í gang enn eitt skiptið og að sjálfsögðu sendir Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra lið til leiks. Lið FNV þreytti frumraun sína þennan veturinn síðastliðið mánudagskvöld þar sem spekingar okkar mættu liði Menntaskólans í Kópavogi. Eftir jafnræði í hraðaspurningum tók lið FNV öll völd í bjölluspurningunum og sigraði með stæl, 21–9.
Meira