Sérvalda tréð týndist svo fella varð annað
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
03.12.2021
kl. 10.19
Nemendur 4. bekkjar Varmahlíðarskóla fóru í árlega vettvangsferð í síðustu viku til að fella og sækja jólatré í Reykjarhólsskóg. Í frétt á vef skólans segir að þessi hefð sé afar notaleg og ævintýri í hvert sinn. Búið var að undirbúa leiðangurinn en svo fór að tréð sem átti upphaflega að sækja fannst ekki aftur, snjókoma næturinnar hafði breytt ásýnd skógarins og þrátt fyrir talsverða leit fannst það ekki.
Meira
