Framsókn og ríkisstjórnin sigurvegarar kosninganna
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.09.2021
kl. 13.17
Kosið var til Alþingis í gær og þegar atkvæði höfðu verið talin var ljóst að niðurstaða var sigur Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar sem bætti við sig tveimur þingmönnum frá því í kosningunum 2017. Það var Framsókn sem ber ábyrgð á bætingunni því flokkurinn náði inn 13 þingmönnum nú en hafði átta fyrir. Í Norðvesturkjördæmi hlaut Framsókn þrjá þingmenn undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, fékk 25,8% atkvæða sem er ríflega 7% meira en 2017.
Meira