Skagafjörður

„Trúin flytur fjöll“ segir Guðni Þór

Síðasta umferðin í Pepsi Max deild kvenna fer fram nú um helgina. Það er á brattann að sækja fyrir lið Tindastóls og sennilega bara allra bjartsýnustu menn og konur sem reikna fastlega með að liðið haldi sæti sínu í deildinni. En miði er möguleiki og Stólastúlkur þurfa fyrst og síðast að einbeita sér að því að sigra lið Stjörnunnar þegar liðin mætast á sunnudaginn. Feykir tók stöðuna með Guðna Þór Einarssyni í þjálfaragengi Stólanna og hann segir að leikurinn verði lagður upp svipað og gegn Selfossi um síðustu helgi.
Meira

Einn slasaðist illa í útafkeyrslu

Rétt um kl. 23:00 sl. miðvikudagskvöld fengu Brunavarnir Skagafjarðar útkall vegna bifreiðar sem ekið hafði verið útaf Sauðárkróksbraut á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu Brunavarna voru þrír einstaklingar í bifreiðinni og þurfti að beita björgunarklippum til þess að ná einum þeirra út.
Meira

Enn eitt riðutilfellið í Skagafirði

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Þetta kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar.
Meira

Aukin rafleiðni í Vestari-Jökulsá

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir á Facebooksíðu lögreglunnar á svæðinu og tilkynning hafi borist frá Veðurstofu Íslands um aukna rafleiðni í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan Hofsjökli norðanverðum. Vestari-Jökulsá rennur saman við Austari-Jökulsá um átta kílómetra sunnan við mynni Norðurárdals (á móts við Silfrastaði) og mynda þær saman Héraðsvötn. Þjóðvegur 1 milli Varmahlíðar og Akureyrar liggur með Héraðsvötnum á kafla.
Meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ásamt frambjóðendum Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, á Kaffi Krók á morgun

Miðflokkurinn býður til fundar með frambjóðendum á Kaffi Krók á Sauðárkróki á morgun laugardaginn 11. september kl. 16:00. Á fundinum verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og oddviti Norðausturkjördæmis, Bergþór Ólason, oddviti Norðvesturkjördæmis, Sigurður Páll Jónsson, sem skipar 2. sæti listans í Norðvesturkjördæmi ásamt Högna Elfari Gylfasyni sem skipar 5. sæti listans í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Lítið ljós tileinkað minningu Lalla

Nú í vikunni leit nýtt lag eftir Svein Arnar Sæmundsson dagsins ljós en lagið kallast einmitt Lítið ljós og er gullfallegt. Sveinn Arnar er frá Syðstu-Grund í Akrahreppi en hefur undanfarin 19 ár starfað sem organisti á Akranesi. „Lagið er tileinkað minningu vinar míns, Lárusar Dags Pálssonar,“ segir hann aðspurður um tilurð lagsins.
Meira

Nú má allt fara laust í grænu tunnuna!

Flokka kynnir þessa dagana nýjung varðandi flokkun í Svf. Skagafirði. Breytingin felst í því að allt sem áður fór flokkað í poka í grænu tunnuna má nú fara laust í grænu tunnuna. Semsagt; engir glærir pokar lengur.
Meira

Lög, réttleysi og réttlæti

Í 1. gr. laga nr. 2016/2006, um stjórn fiskveiða, segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“
Meira

Ljós um land allt

Þann 30. mars 2013 birtist grein í Morgunblaðinu eftir þingmenn Framsóknar sem bar nafnið „Ljós í fjós“ og var upphafið af því verkefni sem við þekkjum sem „Ísland ljóstengt“. Það verkefni er eitt stærsta byggðarverkefni sem ráðist hefur verið í á síðustu árum og felst í því að ljósleiðaravæða hinar dreifðu byggðir landsins.
Meira

PCR og hraðgreiningarpróf hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Frá og með 14. september verða hraðgreiningapróf í boði á meginstarfstöðvum HSN á Norðurlandi og má sjá upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma í töflu á heimasiðu stofnunarinnar.
Meira