Skagafjörður

Laufey Harpa valin í æfingahóp U23

Blásið hefur verið lífi í ágæta heimasíðu Tindastóls og þar segir frá því að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðisins í fótbolta, hefur valið hóp U23 ára leikmanna til æfinga sem fram fara dagana 24.-26. janúar í Hafnafirði. Einn Króksari er í hópnum en það er Laufey Harpa Halldórsdóttir sem skipti úr Tindastól í Breiðablik í desember og gerði tveggja ára samning við Blikana.
Meira

Sjálfbærar Strandveiðar! :: Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson skrifa

Miklar endurbætur voru gerðar á strandveiðikerfinu á sl. kjörtímabili með 12 daga kerfi sem treysti öryggi sjómanna, efldi sjávarbyggðir ásamt nýliðun og jók jafnræði í greininni. Annað okkar leiddi þá vinnu í góðri, þverpólitískri samvinnu á Alþingi og í samstarfi við sjómenn og hagsmunasamtök þeirra. Ekki náðist á endasprettinum að tryggja varanlega 48 daga til veiðanna. Það er auðvelt ef viljinn er til staðar.
Meira

Sveitarstjórn Skagastrandar hvetur Svandísi til að hverfa frá 1.500 tonna niðurskurði strandveiðikvóta

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar í gær var tekin fyrir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, frá 21. desember þar sem skerða á þorskveiðiheimildir sem ætlaðar eru til strandveiða næsta sumar og almenns byggðakvóta. Var þessu mótmælt í bókun sveitarstjórnarinnar og á það bent að umtalsverð nýliðun hafi átt sér stað innan smábátaútgerðar á Skagaströnd á undanförnum árum sem tengja má beint við strandveiðikerfið.
Meira

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsti í október eftir umsóknum á sviði menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2021 og bárust umsóknir í sjóðinn upp á rétt tæpar 200 milljónir að þessu sinni. Í dag fengu 78 umsóknir brautargengi að samtals upphæð rúmar 77 milljónir. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 24 umsóknir styrk samtals að upphæð rúmar 40 millj. kr. og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 54 umsóknir með tæpum 37 millj. kr.
Meira

Hannah Cade á krókinn hjá kvennaliðinu

Hannah Jane Cade, sem spilaði með Fram í 2. deild kvenna sl. sumar, hefur samið við knattspyrnudeild Tindastóls um að stíga dansinn með Stólastúlkum í Lengjudeildinni í sumar. Hannah er 24 ára miðjumaður og er væntanleg til landsins um miðjan febrúar.
Meira

Stefnt að sameiningu Opinna Kerfa og Premis

VEX I, framtakssjóður í stýringu hjá VEX, sem keypti nú í desember allt hlutafé í Opnum Kerfum og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis, hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Samanlögð velta félaganna árið 2021 var rúmlega fimm milljarðar króna og EBITDA rúmlega 300 milljónir. Í febrúar í fyrra sameinuðust Fjölnet á Sauðárkróki og PREMIS og hafa starfað síðan undir nafni þess síðarnefnda.
Meira

Velkominn þorri og vertu góður! :: Leiðari Feykis

Framundan [á morgun] er bóndadagurinn sem markar upphaf þorrans, fjórða mánuð vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst ætíð á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á þorraþræl, laugardeginum fyrir konudaginn en þá tekur góa við. Eins og margir þekkja hefur þessi tími verið notaður til mannfagnaða í formi þorrablóta þar sem fólk kemur saman, etur og drekkur og hefur hið fornkveðna; að maður sé manns gaman, í heiðri.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Kalt nautakjöt í japönskum stíl og humarhalar

Matgæðingur í tbl 3 er Sandra Gestsdóttir frá Tröð í Skagafirði. Sandra býr í Hafnafirði ásamt eiginmanni og þremur dætrum. Sandra er lyfja- og líftæknifræðingur og vinnur hjá þróunardeildinni hjá Össuri ehf.
Meira

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar fagnar fundi á ARR í íslenska sauðfjárstofninum

Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar má finna tilkynningu frá landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem fagnað þeim tímamótum að fundist hafi arfgerð (ARR) í íslenska sauðfjárstofninum sem hefur ónæmi fyrir riðusmiti.
Meira

Tindastólsstúlkur komu tómhentar úr TM-hellinum

Kvennalið Tindastóls í körfubolta spilaði fyrsta leik sinn í rúman mánuð þegar þær héldu suður í Breiðholt í gær þar sem lið ÍR beið þeirra í TM hellinum. Liði Tindastóls hefur gengið brösuglega gegn sterku ÍR liði síðustu misserin og það varð engin breyting á því gær og verður að viðurkennast að lið ÍR er skör hærra á körfuboltasviðinu. Staðan í hálfleik var 48-23 en heimastúlkur slökuðu aðeins á í síðari hálfleik og lokatölur urðu 81-54.
Meira