Eyþór Árnason les upp úr ljóðabók sinni Norður í kvöld á Facebook
feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
23.02.2021
kl. 08.45
Skagfirðingurinn og ljóðskáldið úr Blönduhlíðinni Eyþór Árnason hefur glatt ljóðaunnendur með upplestri á ljóðabókum sínum á Facebook-síðu sinni og hefur lesið eina bók frá upphafi til enda í hvert sinn. Í kvöld er komið að þriðja lestri er hann fer í gengum bókina Norður sem út kom árið 2015. „Þetta var nú bara hugdetta sem vaknaði núna fyrir síðustu jól og svo var maður að bræða þetta með sér og ákvað síðan að nota Covid-ástandið og kýla á það,“ segir Eyþór aðspurður um atburðinn.
Meira