Skagafjörður

Bjarni Jónsson sigraði í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Um helgina fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði, fékk flest atkvæði í fyrsta sæti en Lilja Rafney Magnúsdóttir, núverandi oddviti listans í kjördæminu endaði í öðru sæti. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að valið hafi verið í fimm efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.
Meira

Allir með sitt hlutverk í framleiðslunni

Hjónin Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson búa á bænum Birkihlíð í Skagafirði. Þar reka þau Birkihlíð kjötvinnslu – Brjáluðu gimbrina, í gamla fjósinu sínu, og var það nafn til sem skírskotun til ástandsins í sauðfjárræktinni. Þar eru þau búin að koma sér upp fullbúinni kjötvinnslu og eru að vinna í því að klára aðstöðu þar við hliðina þar sem verður löggilt eldhús. Einnig eru þau að vinna í því að koma sér upp lítilli búð fyrir framan kjötvinnsluna því fólk sækir mjög í að heimsækja þau til að kaupa sér kjöt í matinn.
Meira

„Tilfinning að frumsýna leikrit er alltaf mögnuð,“ segir Sigurlaug Dóra, formaður LS

Það þykir tíðindum sæta að Leikfélag Sauðárkróks skuli ekki frumsýna Sæluvikustykkið í upphafi menningarvikunnar eins og hefð er fyrir hvað þá að engin sýning verði í vikunni. Það á sér þó sínar skýringar sem kenna má sóttvarnareglum og Covid-ástandi í vetur. Feykir lagði spurningar fyrir formanninn og byrjaði á að forvitnast um ástæður þess að frumsýnt sé eftir hina eiginlegu Sæluviku.
Meira

Sigurleikur í Kjarnafæðismótinu

Leikið var í Kjarnafæðismótinu í dag, eftir næstum tveggja mánaða pásu, en þá héldu Stólastúlkur norður á Akureyri þar sem leikið var við sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis – eða semsagt Austfirðinga. Lið Tindastóls var 4-0 yfir í hálfleik en úrslitin þegar upp var staðið öruggur 6-1 sigur og ágætis veganesti í leikinn gegn Þór/KA sem fram fer í næstu viku en það er (kannski) síðasti leikurinn í Kjarnafæðismótinu.
Meira

Stelpurnar með góðan sigur á liði Stjörnunnar í Síkinu

Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í 1. deild kvenna í Síkinu í dag. Garðbæingar fóru illa með Stólastúlkur á sínum heimavelli fyrr í vetur en ófaranna var hefnt því lið Tindastóls átti ágætan leik og sigraði 83-66 eftir að hafa haft yfirhöndina nær allan leikinn.
Meira

Skagfirskir tónar frá skagfirskum konum - Tónleikar í Sæluviku

„Aldeilis, sérdeilis frábært að geta loksins deilt svona viðburði,“ skrifar Hulda Jónasdóttir, tónleikahaldari, á Facebooksíðu sína en framundan eru tónleikar í Sæluviku; Skagfirskir tónar frá skagfirskum konum. Flutt verða lög eftir þrettán skagfirskar tónlistarkonur í nýjum tónleikasal Gránu Bistro á Sauðárkróki, laugardaginn 1. maí.
Meira

Völsungur hafði betur í Mjólkurbikarnum

Tindastóll og Völsungur mættust í kvöld á Sauðárkróksvelli en um var að ræða leik í fyrstu umferð í Mjólkurbikars karla. Gestirnir spila deild ofar en Stólarnir og mátti því reikna með erfiðum leik fyrir heimamenn og sú varð raunin. Húsvíkingar voru talsvert sterkari á svellinu en Tindastólsliðið varðist ágætlega framan af leik. Tvö mörk gestanna í síðari hálfleik þýddu að Stólarnir eru úr leik í Mjólkinni.
Meira

Hugleiðingar um ánamaðka

Ég fór út að skokka einn morguninn eftir góða rigninganótt á hlaupabrautinni á Króknum og á meðan er ýmislegt sem fer í gegnum hausinn á mér og datt ég í þann gír að velta því fyrir mér af hverju í ands.. ánamaðkar tækju upp á því að koma upp á yfirborðið um og eftir vætutíð... eru þeir haldnir sjálfsvígshugleiðingum, nei ég segi bara svona. Mér þykir þetta samt frekar undarlegt. Halda þeir kannski að grasið sé grænna hinumegin við hlaupabrautina. Ég ákvað því að kynna mér betur þessa frekar ógeðslegu og slímugu skordýrategund sem gerir lítið gagn annað en að vera fuglamatur eða hvað?
Meira

Rifinn grís og kjúklingur á vöfflu

Matgæðingurinn í tbl 5 á þessu ári var Gunnar Bragi Sveinsson en sonur hans, Róbert Smári Gunnarsson, skoraði á pabba sinn að taka við boltanum í þessum matarþætti. Gunnar Bragi hefur verið áberandi í pólitíkinni fyrir hönd Framsóknarmanna en í dag er hann kenndur við Miðflokkinn og er búsettur á Reykjavíkursvæðinu en fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Meira

Vinnumálastofnun hlýtur Byggðagleraugu SSNV 2021

Á ársþingi SSNV, sem haldið var í fjarfundi 16. apríl, voru Byggðagleraugu SSNV veitt í fyrsta sinn en á heimasíðu SSNV segir að undanfarið hafi mikið verið rætt um störf án staðsetningar og almennt flutning starfa út á land sem m.a. hefur lengi verið baráttumál sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi vestra. Byggðagleraugu SSNV fyrir árið 2021 hlýtur Vinnumálastofnun fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðva stofnunarinnar á Hvammstanga og Skagaströnd.
Meira