Skagafjörður

Aðgangskort að sorphirðustöðvum?

Inga Katrín D. Magnúsdóttir, varamaður V lista í Sveitarfélaginu Skagafirði, lagði fram athyglisverða tillögu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í gær um aðgengi íbúa að sorphirðustöðvum í héraðinu. Sér hún fyrir sér að íbúar sem þess óska fái aðgangskort sem veiti þeim aðgengi að helstu gámum sorphirðustöðvanna, utan auglýstra opnunartíma.
Meira

Mikið um rafræna viðburði í óhefðbundinni Sæluviku

Nú er ljóst að Sæluvika Skagfirðinga verður haldin í ár en með mikið breyttu sniði vegna samkomutakmarkana. Hefst hún næsta sunnudag 25. apríl og stendur til 1. maí. Viðburðir verða ýmist haldnir með rafrænum hætti eða þá eins og gildandi samkomutakmarkanir leyfa.
Meira

Mokveiði á grásleppunni

Fyrstu vikuna voru aðeins átta bátar á Norðurlandi vestra á grásleppuveiðum en í þessari viku bættust nokkrir bátar við og eru nú alls sextán bátar á veiðum á Norðurlandi vestra.
Meira

Sóttvarnahlið á heiðum - Leiðari

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Kóvidið hefur heldur betur haft áhrif á líf okkar undanfarin misseri, mismikið þó. Fólk hefur smitast og orðið mis alvarlega veikt, og því miður einhverjir dáið. Flestir hafa haldið sóttvarnareglur að mestu en varla alveg 100%. Það virðist samt halda ágætlega þó nú hafi blossað upp smit í borginni.
Meira

Framboðslisti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi birtur

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á fjölmennu aukakjördæmisþingi Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið var í fjarfundi í gær.
Meira

Framtíð Norðvesturkjördæmis

Norðvesturkjördæmi á sér aðeins framtíð ef fólk sér fyrir sér framtíð sína þar. Til að fólk vilji búa á stöðunum – sama hvaða nafni þeir nefnast þarf að huga að fjölbreytni. Það þarf fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir fjölbreytt fólk með ólíkan bakgrunn. Við viljum öll helst búa í einhvers konar Kardemommubæ þar sem bakarinn bakar brauð og skóarinn smíðar skó.
Meira

Forvitnileg Taktík á N4 í kvöld

Taktíkin, þáttur N4 um íþróttir og lýðheilsu á landsbyggðunum, hefur aftur göngu sína eftir stutt hlé. Skúli Geirdal hefur stýrt þáttunum frá upphafi og gerði 100 þætti frá árinu 2018. Nú tekur Rakel Hinriksdóttir við stjórninni og fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld, mánudaginn 19. apríl kl. 20.30. Rakel hefur verið dagskrárgerðarkona á N4 í tvö ár og er fyrrum knattspyrnukona. Núna nýverið stjórnaði hún þáttunum Íþróttabærinn Akureyri.
Meira

Saman getum við byggt upp – saman getum við gert gott samfélag betra

Nafn: Þóra Margrét Lúthersdóttir Aldur: 39 ára Heimili: Forsæludalur Fæðingarstaður: Reykjavík, 1sta febrúar 1982 Staða: Sauðfjár- og skógarbóndi Sæti á lista VG: 2-3 sæti
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2021 - Framlengd skil til 21. apríl.

Það er nú svo að þegar þessi þáttur kemur fyrir sjónir almennings er, þrátt fyrir hertar aðgerðir ríkisins í sóttvörnum, ekki búið að fresta Sæluviku líkt og gert var fyrir ári. Fyrst svo er freistumst við til að kasta fram fyrripörtum og gefum almenningi kost á að taka þátt í vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga.
Meira

Tíu þúsundasti gesturinn mætti í Stólinn í gær

Í gær náðist sá merki áfangi á skíðasvæðinu í Tindastóli að tíu þúsundasti gestur vetrarins mætti á svæðið. Var honum vel fagnað, skellt var í flugeldatertu og að sjálfsögðu var viðkomandi verðlaunaður. „Þetta er stór afrek hjá okkur á svæðinu en þetta er stærsti vetur frá upphafi skíðasvæðisins,“ segir Sigurður Hauksson staðarhaldari í Stólnum.
Meira