Skagafjörður

Vilja banna blóðmerahald á Íslandi

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um velferð dýra þar sem lagt er til að svokallað blóðmerahald verði bannað. Ef breytingin nær fram að ganga verður bannað að taka blóð úr fylfullum merum á Íslandi í þeim tilgangi að selja það eða vinna úr því vöru til sölu
Meira

Storm Rider er þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 er lið Storm Rider en þar ríður í fararbroddi Elvar Einarsson, hrossabóndi á Syðra-Skörðugili á Langholti í Skagafirði og formaður hestamannafélagsins Skagfirðings. Elvar er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla.
Meira

GSS kominn með nýjan hermi af gerð Trackman 4

Golfklúbbur Skagafjarðar festi nýlega kaup á golfhermi af fullkomnustu gerð. Sveitarfélagið Skagafjörður hjálpaði félaginu með myndarlegri afmælisgjöf á 50 ára afmæli GSS árið 2020. Hermirinn er kominn á sinn stað í inniaðstöðu GSS og félagsmenn þegar byrjaðir að spila. Formleg vígsla er áætluð þegar slakað verður á fjöldatakmörkunum.
Meira

Nýtt lag með Ouse komið í spilun

Nú í síðustu viku kom út splunkunýtt lag með Ouse en hann er eins og margir vita einn niðurhlaðnasti tónlistarmaður landsins. Lagið kallast Why Did You Tell Me That You Loved Me? eða Hvers vegna sagðir þú mér að þú elskaðir mig? og er þetta fyrst einfarinn af væntanlegri breiðskífu Ouse.
Meira

Stefnt að opnun Skíðaskála í Tindastól um páskana

Á skíðasvæði Tindastóls er nú verið að standsetja heilmikið mannvirki úr 27 gámum sem áður gegndu hlutverki vinnubúða hjá Landsvirkjun og að áliti sérfræðinga í góðu ásigkomulagi. Grunnur var steyptur síðasta sumar sem gámunum hefur verið komið fyrir á og munu þeir í framtíðinni þjóna útivistarfólki hvort heldur sem er sumar eða vetur. Vonir standa til að opna megi hinn nýja skíðaskála um páskana og hafði Feykir samband við Sigurð Bjarna Rafnsson, formann skíðadeildar Tindastóls, og forvitnaðist um málið.
Meira

Besti dagur ársins er einmitt í dag og við syngjum...

Hinn frábæri öskudagur er í dag og ekki laust við að hópar misháværra krakka hafi látið ljós sín skína í arki um bæji landsins. Nefjum var stungið inn í anddyri fyrirtækja og stofnana og í skiptum fyrir söng fékkst nammi eða eitthvað annað fínt.
Meira

Sungið fyrir starfsfólk Nýprents - Myndband

Hinn margrómaði Öskudagur er í dag og þrátt fyrir Covid komu margar furðuverur í afgreiðslu Nýprents á Sauðárkróki og sungu fyrir starfsfólk. Börn á öllum aldri mættu og þöndu raddböndin mismikið, einhverjir fóru styttri leiðina og sungu um gamla Nóa og Bjarnastaðabeljurnar eins og gengur en aðrir lögðu aðeins meira á sig og fóru með flóknari texta.
Meira

Endurhæfingarrými opna á Sauðárkróki

Tvö endurhæfingarrými á HSN Sauðárkróki verða opnuð þann 1. mars nk. en áætlað er að þeim fjölgi í fjögur næsta vetur. Að þessu verkefni hefur verið unnið í samvinnu Kristsnesspítala, endurhæfingardeildar SAk, og HSN með stuðningi heilbrigðisráðherra. Á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands kemur fram að um sé að ræða rými fyrir eldri einstaklinga þar sem slitgigt er aðalvandamálið og ekki er þörf á sérhæfðri endurhæfingu.
Meira

Bókasafnið á Steinsstöðum sameinast Varmahlíðarstarfssöð

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Svf. Skagafjarðar var tekið fyrir erindi frá Þórdísi Friðbjörnsdóttur, héraðsbókaverði um rekstur bókasafna í framhéraði Skagafjarðar og samþykkt að leggja niður starfsstöð bókasafnsins á Steinsstöðum og sameina starfsstöð bókasafnsins í Varmahlíð frá og með 1. mars nk.
Meira

Alþjóðleg verðlaunasamkeppni um nýsköpun fyrir sjálfbæran landbúnað og matvæli

Á heimasíðu MAST kemur fram að Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) kalli eftir umsóknum í alþjóðlega verðlaunasamkeppni um nýsköpun fyrir sjálfbæran landbúnað og matvæli. Viðfangsefnið að þessu sinni er nýsköpun til að umbreyta matvælakerfum (e. „Innovation to transform food systems“).
Meira