Skagafjörður

Leikfélag Sauðárkróks af stað með frumsamið leikrit

Nú blæs Leikfélag Sauðárkróks í herlúðra og kallar til fyrsta fundar í kvöld vegna Sæluvikuleikrits þetta árið og boðar alla áhugasama að mæta. Vegna Covid varð LS að fresta uppsetningu fyrir ári en nú á að reyna á ný að heimsfrumsýna leikritið Á frívaktinni eftir Pétur Guðjónsson sem jafnframt leikstýrir. Í leikritinu eru þekkt sjómannalög og segir á skemmtilegan hátt frá lífinu í litlu sjávarplássi úti á landi.
Meira

Öflug samvinna um farsæld barna

Þessa dagana er til umfjöllunar í velferðarnefnd frumvarp frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með fylgir frumvarp um stofnun Barna- og fjölskyldustofu og frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Meira

Rektorinn kvartaði undan hávaða og graðhestamúsík / PÉTUR INGI

Pétur Ingi Björnsson, ljósmyndari með meiru, er árgangur 1970 og hefur gaman að tónlist. „Ég er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Björns Sverrissonar og Helgu Sigurbjörnsdóttur. Bjó lengst af á Skagfirðringabraut 39 og var þeirra gæfu aðnjótandi að fá reglulega spólumix frá félaga Óla Arnari,“ segir Pétur.
Meira

„Þetta var mikið aksjón og skemmtilegt.“ Sigurður Frostason hættur eftir áratuga starf á Alexandersflugvelli

„Þetta eru um 40 ár sem ég hef verið að gutla við þetta,“ sagði Sigurður Frostason er Feykir innti eftir þeim tíma sem hann hefur unnið við Alexandersflugvöll á Sauðárkróki en á sunnudaginn var hans síðasti dagur á launaskrá Isavia. Nú er komið að tímamótum hjá Sigurði sem ætlar að taka lífinu með ró og jafnvel að leggjast í ferðalög.
Meira

Markviss með byssur á sýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri

Skotfélagið Markviss á Blönduósi verður þátttakandi í árlegri byssusýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri, ásamt versluninni Vesturröst, sem haldin verður um helgina á Stokkseyri. Fjölbreytt úrval skotvopna verður þar til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfnum.
Meira

Flottur sigur Stólastúlkna á liði Grindavíkur

Það var hörkuleikur í Síkinu í gærkvöldi þegar Stólastúlkur tóku á móti liði Grindavíkur í 1. deild kvenna í körfunni. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi en mesti munurinn á liðunum var átta stig, Grindvíkingum í vil, í upphafi fjórða leikhluta. Stólastúlkur snéru taflinu við í framhaldinu og unnu lokaleikhlutann 21-13 og það dugði til mikilvægs sigurs. Lokatölur 62-59.
Meira

Ungir myndasmiðir í Glaumbæ

Dagana 18. og 19. febrúar stóð Byggðasafn Skagfirðinga fyrir viðburðadagskrá í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði líkt og undanfarin ár en vegna ástandsins í samfélaginu var hún með örlítið breyttu sniði.
Meira

Heitavatnslaust á Freyjugötu og nágrenni

Vegna viðgerðar í brunni við Skólastíg á Sauðárkróki þarf að loka fyrir heita vatnið á Freyjugötu, Knarrarstíg og Sæmundargötu 1 a og b. í dag 3. mars. Skrúfað verður fyrir rennsli um kl. 8:30 og mun lokunin vara fram eftir degi.
Meira

Þúfur er síðasta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Nú er loksins komið að keppnisdegi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum en keppt verður í fjórgangi í reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld. Til leiks er kynnt áttunda og síðasta liðið í ár en það stóð uppi sem sigurlið síðasta árs, Þúfur.
Meira

Fjölgar kórónuveirufaraldurinn störfum á landsbyggðinni?

Á undanförnum vikum hefur færst í vöxt að stofnanir auglýsi störf sem ekki eru bundin við starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd auglýsti tvö störf á Húsavík, Ferðamálastofa auglýsti sömuleiðis tvö störf án staðsetningar nýverið og Samband íslenskra sveitarfélaga er þegar þetta er skrifað með þrjú störf í umsóknaferli sem öll eru án staðsetningar.
Meira