Skagafjörður

Grunnskóli austan Vatna sigraði í sínum riðli í Skólahreysti

Fyrstu tveir riðlar Skólahreysti fóru fram í gær í Íþróttahöll Akureyrar í beinni útsendingu á RÚV. Í fyrri riðli öttu kappi átta skólar af Austur- og Norðurlandi og þar mætti m.a. Grunnskóli austan Vatna sem gerði sér lítið fyrir og sigraði.
Meira

„Þessi hópur er alveg einstaklega skemmtilegur og skapandi,“ segir Pétur Guðjónsson leikstjóri og höfundur Á frívaktinni

Leikfélag Sauðárkróks fumsýnir á heimsvísu Á frívaktinni, frumsamið leikrit Péturs Guðjónssonar sem leikstýrt hefur hér á Krók bæði hjá LS og Nemendafélagi Fjölbrautaskólans. Titillinn vísar í samnefndan útvarpsþátt sem var mjög vinsæll á sínum tíma á Rás 1 og var óskalagaþáttur fyrir sjómenn. Sjómannalögin eru allsráðandi í verkinu og segir höfundurinn að áhrif þáttarins komi við sögu. Auk þess að semja verkið, leikstýrir Pétur því einnig.
Meira

Lið Ármanns hafði sigur í Síkinu

Síðasti heimaleikur Stólastúlkna í 1. deild kvenna fór fram í kvöld en þá kom lið Ármanns í heimsókn. Leikurinn var jafn lengstum en slök hittni Tindastóls í fjórða leikhluta vóg ansi þungt í lokin þrátt fyrir ágætan varnarleik. Það fór svo að gestirnir að sunnan tóku stigin tvö og unnu, 61-70.
Meira

Fríar tíðavörur í skólum Skagafjarðar í haust

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti tillögu Álfhildar Leifsdóttur, fulltrúa VG og óháðra, að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna að undirbúningi þess að unnt sé að auðvelda aðgengi barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði að fríum tíðavörum frá og með næsta hausti.
Meira

Heimaslátrun heimil í örsláturhúsum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum, örsláturhúsum, sem heimilar bændum að slátra sauðfé og geitum á búunum sjálfum og dreifa á markaði. Slík framleiðsla og dreifing hefur hingað til verið óheimil.
Meira

Ný velferðarstefna fyrir aldraða

Í lok mars lögðum við nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar fram þingsályktunartillögu um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða. Þar er lagt til að snúið verði frá ríkjandi viðhorfum í þjónustu við aldraða og markvisst horfið frá einhliða stofnanasýn. Með tillögunni er lögð höfuðáhersla á að hver einstaklingur eigi þess kost að búa á eigin heimili til æviloka með persónulegum stuðningsúrræðum við hæfi og samkvæmt eigin óskum.
Meira

Stólastúlkur taka á móti liði Ármanns í körfunni

Lið Tindastóls í 1. deild kvenna í körfubolta á eftir að spila tvo deildarleiki áður en liðið hefur leik í úrslitakeppninni. Fyrri leikurinn verður í Síkinu annaðkvöld kl. 20:00 en þá taka stelpurnar á móti liði Ármanns.Síðan er útleikur á laugardaginn gegn Fjölni. Feykir hafði samband við Árna Eggert, þjálfara Stólastúlkna, og spurði út í markmið liðsins.
Meira

Knapar af Norðurlandi vestra sigursælir á Skeifudegi

Fyrir skömmu var Skeifudagurinn á Hvanneyri haldinn hátíðlegur en að þessu sinni var honum streymt á vefnum vegna samkomutakmarkanna. Skeifudagurinn á sér langa sögu en Morgunblaðsskeifan var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri þann fjórða maí 1957. Vildi Morgunblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar. Fjórir nemendur af Norðurlandi vestra sópuðu til sín verðlaunum.
Meira

Keflvíkingar einfaldlega besta liðið

Nýkrýndir deildarmeistarar Keflavíkur komu í Síkið í gær í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Tindastólsmenn hófu leik með ágætum, voru yfir eftir fyrsta fjórðung en svo kom það bersýnilega í ljós að Keflavík er með langbesta liðið í deildinni því þó svo að þeir væru án Harðar Axels þá var tilfinningin sú að þeir væru alltaf með leikinn í höndum sér. Þegar upp var staðið fóru þeir dökkbláu heim með stigin tvö. Lokatölur 71-86.
Meira

Reiðkennsla eflist – réttindi verða til - Kristinn Hugason skrifar

Lengi vel var það svo að álitið var að hestamennskuhæfni væri meðfædd; sumir væru bornir reiðmenn en aðrir jafnvel klaufar og yrðu ekki annað. Vissulega er það svo að þeir sem ætla að ná færni á þessu sviði sem öðrum þurfa að búa yfir áhuga og elju og ákveðnum líkamlegum forsendum en að því gefnu gildir hið fornkveðna: Æfingin skapar meistarann.
Meira