Leikfélag Sauðárkróks af stað með frumsamið leikrit
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
04.03.2021
kl. 08.56
Nú blæs Leikfélag Sauðárkróks í herlúðra og kallar til fyrsta fundar í kvöld vegna Sæluvikuleikrits þetta árið og boðar alla áhugasama að mæta. Vegna Covid varð LS að fresta uppsetningu fyrir ári en nú á að reyna á ný að heimsfrumsýna leikritið Á frívaktinni eftir Pétur Guðjónsson sem jafnframt leikstýrir. Í leikritinu eru þekkt sjómannalög og segir á skemmtilegan hátt frá lífinu í litlu sjávarplássi úti á landi.
Meira