Skagafjörður

Fimmta liðið í Meistaradeild KS 2021 er Leiknir – Hestakerrur

Áfram er haldið við að kynna keppnislið í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Fimmta liðið er Leiknir – Hestakerrur en þar er Konráð Valur Sveinsson liðsstjóri, reiðkennari við Háskólann á Hólum og margfaldur heimsmeistari í skeiðgreinum.
Meira

Lee Ann nýr formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra

Lee Ann Maginnis er nýr formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra en í það embætti var hún kosin á fundi nefndarinnar í gær. Lee Ann er búsett á Blönduósi, fædd árið 1985 og menntuð sem lögfræðingur og kennari. Hún starfar í dag sem umsjónarmaður dreifnáms Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
Meira

Íþróttakeppnir sagan áfram – fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein vorum við stödd á landsmótinu 1978 að Skógarhólum í Þingvallasveit, því síðasta sem fram fór á þeim sögufrægu slóðum en á því móti var m.a. í fyrsta sinn að finna hestaíþróttir á dagskrá landsmóts. Á fleiri leiðarstef, varðandi þróun hestaíþróttanna á þeim um margt tíðindamikla áttunda áratug síðustu aldar, hefur verið minnst.
Meira

Klásúla í samningi Shawn Glover gerði Tindastólsmönnum erfitt fyrir

Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla í körfubolta það sem eftir lifir tímabil. Flenard lék á síðasta tímabili með Haukum var í liði Skallagríms veturinn 2016-2017. Að sögn Baldurs Þórs Ragnarssonar, þjálfara Tindastóls, var ekki annað í stöðunni en semja við annan Bandaríkjamann þar sem óvíst væri með vilja Shawn Glover að klára tímabilið á Króknum.
Meira

Fjölnet og PREMIS sameinast – Sameinað félag með vel á annan milljarð í tekjur

Upplýsingatæknifélögin Fjölnet og PREMIS hafa sameinast. Sérsvið félagana er rekstur tölvukerfa (e. Managed Service Provider), alrekstursþjónusta og hýsing. Auk þess sinna félögin fjölbreyttri þjónustu á sviði upplýsingatækni. Áætluð velta sameiginlegs félags á árinu 2021 er á annan milljarð. Við viðskiptin verða Sigurður Pálsson og Pétur Ingi Björnsson eigendur Fjölnets starfandi hluthafar PREMIS. Félögin munu starfa undir nafni PREMIS með starfsstöðvar á Sauðárkróki og í Reykjavík.
Meira

Flenard Whitfield í Tindastól?

Karfan.is greinir frá því að Flenard Whitfield hafi samið við Tindastóls um að leika með liðinu í Dominos deild karla í körfubolta. Flenard er framherji og hefur áður leikið á Íslandi en hann var í liði Skallagríms veturinn 2016-2017.
Meira

Skellum okkur með Dúddírarirey inn í helgina

Það er föstudagur og hvað er þá betra en að hlæja og neita að núllstilla lífið með neikvæðni? Þetta er í það minnsta góður tími fyrir kappana í Danssveit Dósa að stíga fram og skella í loftið lipru og léttu lagi sem þeir kalla Dúddírarirey. Þetta er fyrsta lagið sem þessir eldhressu skagfirsku gleðipinnar senda frá sér og er hægt að nálgast lagið á Spottanum góða.
Meira

Ný stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls sem fram fór í gær var kjörin ný stjórn en erfiðlega hefur gengið sl. tvo aðalfundi að fá fólk til starfa. Þriggja manna stjórn hefur verið við lýði sl. tímabil en nú brá svo við að níu manns gáfu kost á sér í aðal og varastjórn. Siggi Donna næsti formaður.
Meira

Að reikna sig grænan – Leiðari Feykis

Það er margt ritað og rætt um drengi sem ekki ná að sinna eða einbeita sér í námi og þá hvort lesskilningur þeirra er góður eða slæmur. Sá ég í einu dagblaði að hugsanlega gæti vandinn legið í því að of margir kennarar séu kvenmenn. Það er sérstök nálgun en kannski ekki útilokuð en ég ætla ekki að taka neina afstöðu í því máli.
Meira

Bólusetningar á HSN fyrir íbúa 80 ára og eldri í næstu viku

Í næstu viku, þann 2. mars, munu 720 skammtar af Pfizer bóluefninu berast á Norðurlandið. Samkvæmt frétt á heimasíðu HSN verður bóluefnið nýtt til að bólusetja íbúa 80 ára og eldri og er búist við að fara langleiðina með að klára þann hóp með þessum skömmtum.
Meira