Skagafjörður

Skagfirsku tónlistarmennirnir ungu Atli Dagur og Haukur Sindri gefa út nýtt lag

Út er komið nýtt lag Breaking out frá tónlistardúettinum Azepct, sem þeir Atli Dagur Stefánsson og Haukur Sindri Karlsson glæða lífi. Lagið er seinasti singullinn af fyrstu plötu þeirra félaga sem mun koma út seinna í sumar.
Meira

Bjóða Akrahreppi upp í sameiningardans

Mögulega fá Skagfirðingar að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði meðfram alþingiskosningum í haust en byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákvað á fundi sínum fyrr í vikunni að bjóða hreppsnefnd Akrahrepps til formlegra viðræðna þar um.
Meira

Hagur loðdýrabænda vænkast

Bændablaðið segir í dag frá því að loðdýrabændur séu afar ánægðir með nýafstaðið uppboð á skinnum í Kaupmannahöfn. Því lauk í byrjun vikunnar og fengust um 6 þúsund krónur fyrir skinn að meðaltali. Þetta er um 20% hærra verð en fékkst fyrir skinn á síðasta uppboði sem var í byrjun febrúar en þá hafði verð hækkað um 79% frá í haust og segir Einar Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, að brúnin á loðdýrabændum hafi lyfst töluvert við þessar nýju vendingar og meiri bjartsýni ríki í hópi þeirra bænda sem enn stunda loðdýrarækt á Íslandi en þar standa raunar fáir eftir.
Meira

Reisa á nýjan gangnamannaskála við Gedduhöfða á Grímstunguheiði

Til stendur að reisa nýjan gangnamannaskála við Gedduhöfða á Grímstunguheiði allt að 500m2 með gistipláss fyrir 60 manns, 300m2 hesthús og aðrar byggingar um 200m2. Skálanum er fyrst og fremst ætlað að þjóna gangnamönnum en gæti nýst breiðari hópi svo sem ferðamönnum, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Húnavatnshrepps.
Meira

Klakkur vekur mikla athygli í gömlu heimahöfninni

Töluverð umferð hefur verið við Sauðárkrókshöfn að undanförnu og segir á heimasíðu Skagafjarðarhafna að auk skipa Fisk Seafood hafi Klakkur ÍS-903 lagt að bryggju á Króknum en hann veiðir nú rækju fyrir Dögun. Hjá smábátunum hefur verið mokveiði af grásleppu þar sem af er vertíðinni. Um miðjan mánuðinn kom svo hvert gámaskipið eftir annað með ýmsan varning svo lá við umferðaröngþveiti við hafnarkjaftinn.
Meira

Bókin Stóraborg eftir Þórð Tómasson komin út

Stóraborg, staður mannlífs og menningar kom í verslanir í gær sem er jafnframt afmælisdagur höfundar en hann varð þá hundrað. Fyrir hálfri öld tók brim að brjóta niður hinn forna bæjarhól Stóruborgar undir Eyjafjöllum og afhjúpaði um leið minjar um aldalanga búsetu.
Meira

Fækkun veiðidaga á grásleppunni

Nú eru þrjár vikur síðan fyrsti báturinn skráði sig inn á grásleppuveiðarnar hér á Norðurlandi vestra og eins og áður hefur komið fram er mjög góð veiði en verðið ekki til að hrópa húrra fyrir en þrátt fyrir það eru nú átján bátar á veiðum.
Meira

Stórfurðuleg Sæluvika - Leiðari Feykis

Hvort sem þú trúir því eða ekki þá er Sæluvika. Hvað getur maður annað sagt en helvítis kóvid. Vegna þess er vikan vængstýfð á báðum og stélið rytjulegt svo engu flugi er náð, því miður. En í stað þess að snúa kvikindið úr hálsliðnum er reynt að halda smá lífsmarki með sjúklingnum með von um bata að ári. Það er virðingavert. Finna má nokkrar uppákomur á Króknum í tilefni menningarvikunnar en flest atriði eru rafræn í ár og ná vonandi að létta fólki lundina og brjóta upp hversdaginn. Hvet ég alla til að kynna sér hvað í boði er.
Meira

Atli Jónasson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Tindastóls

Atli Jónasson hefur verið ráðinn til starfa hjá Knattspyrnudeild Tindastóls en hann kemur til félagsins frá Stjörnunni. Á heimasíðu félagsins kemur fram að Atli muni verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla auk þess að gegna hlutverki yfirþjálfara yngra flokka félagsins og þjálfa 3. og 4. flokk karla.
Meira

Handverkshátíð með óhefðbundnu sniði og í samstarfi við Matarstíg Helga magra

Stjórn og aðstandendur Handverkshátíðar, sem fram fer á Hrafnagili i Eyjafjarðarsveit, hefur tekið ákvörðun um að hátíðin muni fara fram með óhefðbundnu sniði í ár vegna óvissu um áhrif heimsfaraldurs. Handverkshátíð og Matarstígur Helga magra hafa tekið höndum saman fyrir sumarið 2021 og munu vera með reglulega bændamarkaði þar sem lögð verður áhersla á mat og handverk úr Eyjafjarðarsveit.
Meira