Skagafjörður

Humar, grillaður lax og panna cotta

Matgæðingar vikunnar í 48. og síðasta tölublaði ársins 2018 voru þau Gestur Sigurjónsson og Erna Nielsen á Sauðárkróki. „Á okkar heimili er oftast eldað hratt í miklum látum og hversdagsmatur er iðulega á matseðlinum. Okkur finnst báðum skemmtilegt að elda og þegar tækifæri gefst þá finnst okkur afar skemmtilegt að gera tilraunir í eldhúsinu.“
Meira

Takkaskórnir of gamlir og rykugir fyrir Pepsi Max - Liðið mitt Hrafnhildur Guðnadóttir

Hrafnhildur Guðnadóttir, eða Rabbý eins og hún er ævinlega kölluð, hefur reynt ýmislegt á knattspyrnuvellinum. Barnsskónum sleit hún á Siglufirði og sparkaði fótbolta í gríð og erg fyrir KS í yngri flokkum en aðeins 16 ára gömul var hún farin að leika í efstu deild með sameiginlegu liði Þórs Ak., KA og KS áður en hún kom á Krókinn og lék með Stólum nokkur tímabil þar til hún munstraði sig árið 2009 í Pepsi-deildarlið KR. Þar lék hún sjö leiki og skoraði eitt mark. Ferilinn endaði hún svo í liði Tindastóls árið 2011, þá búinn að leika 96 leiki með þessum þremur liðum. Það er því ekkert undarlegt að hún hafi fengið spurningu í síðasta þætti hvort hún ætli að taka þátt í Pepsi Max ævintýri Tindastóls þetta tímabilið. Rabbý býr á Sauðárkróki og starfar sem hársnyrtir.
Meira

Fórnarlömb eigin velgengni – Leiðari Feykis

Ekkert varð af bólusetningarannsókn Pfizer sem margir Íslendingar vonuðust eftir, og jafnvel margir svo vissir að væri á leiðinni, að hlutabréf í Icelandair hækkuðu í verði allt fram á þá stund er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Íslendinga fórnarlömb eigin velgengni. Og líklega rataðist honum rétt orð í munn því ekki var hægt að réttlæta bólusetningu heillar þjóðar í rannsóknarskini sem ekki væri útsmituð.
Meira

Kvöldmessa í Hofsósskirkju á sunnudaginn

Kvöldmessa verður í Hofsósskirkju sunnudaginn 21. febrúar kl. 20:30. Þá verður einnig sunnudagaskólinn kl. 11:00 sama dag. Verið hjartanlega velkomin.
Meira

Heiðursstaða í Kirkjuklaufinni

Fólk fjölmennti í Kirkjuklaufina á Sauðárkróki í dag til að votta Páli Ragnarssyni virðingu sína er líkfylgd hans fór hjá á leið sinni í kirkjugarðinn á Nöfum. Áætlað er að liðlega hundrað manns hafi raðað sér upp beggja vegna götunnar og sýndu þar með þakklæti sitt til Páls sem hefur í gegnum tíðina verið áberandi í bæjarlífinu á Króknum.
Meira

Meingallað kerfi afurðastöðva

Umræða um fæðuöryggi hefur verið töluverð síðastliðin ár og sitt sýnist hverjum. Þannig finnst mörgum að stjórnvöld þurfi að gera meira til að tryggja það, m.a. með betri reglum um eignarhald á jörðum, tollavernd og fjármagn til nýsköpunar. Öðrum finnst merkilegra að efla alþjóðlegt samstarf í þessum efnum, hvernig svo sem það tryggir fæðuöryggi.
Meira

Maggi Sverris leggur stígvélin á hilluna

Magnús Sverrisson hefur hætt störfum hjá landvinnslu FISK Seafood eftir farsælt starf en hann hóf störf hjá landvinnslunni árið 2011 eftir 30 ára starf hjá Kjötafurðastöð KS. Hann vann einnig í Skagfirðingabúð og við bakaraiðn auk þess sem hann var á sínum tíma stofnandi að kjötvinnslunni Kjötval á Sauðárkróki.
Meira

Auglýst eftir frambjóðendum á lista VG í Norðvesturkjördæmi

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðvesturkjördæmi auglýsir eftir frambjóðendum á lista hreyfingarinnar í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Forvalið fer fram með rafrænum hætti dagana 23., 24. og 25. apríl. Kosning hefst á miðnætti 23. apríl og stendur til kl. 17.00 þann 25. apríl.
Meira

Smuga á Ytri-Hofdölum í Skagafirði mjólkaði mest á síðasta ári

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir árið 2020, bæði í mjólkur- og kjötframleiðslunni hafa nú verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins. Nythæsta kýrin á landinu síðasta árs reyndist vera Smuga á Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafirði en hún mjólkaði alls 14.565 kg með 4,89% fitu og 3,34% próteini. Í samantekt skýrslu RLM segir að burðartími Smugu hafi fallið ágætlega að almanaksárinu en hún bar sínum sjötta kálfi 3. nóvember 2019.
Meira

Heiðursvörður við Sauðárkrókskirkju

Útför Páls Ragnarssonar, tannlæknis á Króknum og formanns Umf. Tindastóls í áratugi, fer fram frá Sauðárkrókskirkju á morgun, föstudaginn 19. febrúar kl. 14:00. Þeir eru ófáir sem vildu sýna þakklætisvott með því að fylgja Páli síðasta spölinn en fjöldatakmarkanir í miðjum heimsfaraldri gera fólki erfitt um vik. Félagar í Umf. Tindastóli hafa hvatt til þess að fólk, sem ekki kemst í kirkjuna, standi heiðursvörð að athöfn lokinni.
Meira