Völsungur hafði betur í Mjólkurbikarnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.04.2021
kl. 21.52
Tindastóll og Völsungur mættust í kvöld á Sauðárkróksvelli en um var að ræða leik í fyrstu umferð í Mjólkurbikars karla. Gestirnir spila deild ofar en Stólarnir og mátti því reikna með erfiðum leik fyrir heimamenn og sú varð raunin. Húsvíkingar voru talsvert sterkari á svellinu en Tindastólsliðið varðist ágætlega framan af leik. Tvö mörk gestanna í síðari hálfleik þýddu að Stólarnir eru úr leik í Mjólkinni.
Meira
