feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
25.02.2021
kl. 09.10
Þegar rætt er um kjör aldraðra verður að hafa í huga að hópur eldri borgara er misjafn eins og einstaklingarnir eru margir. Sem betur fer eru kjör stærsta hluta hóps aldraðra góð, þar viljum við hafa flesta. Mikilvægt er að kjör eldri borgara séu ávallt í umræðunni svo hægt sé að bregðast við, bæta og tryggja að allir geti notið eftiráranna án þess að hafa áhyggjur af afkomu. Þeir sem eru að komast á eftirlaun núna eru baráttuglaður hópur, blómakynslóðin sem vildi breytingar og stóð fyrir þeim, kvenréttindi, aukin réttindi til náms, réttindi barna og réttindi á vinnumarkaði. Réttindi sem skiluðu sér inn á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar voru byltingarkennd og skiptu máli.
Meira