Á tæpasta vaði

Göngur og réttir eru víðast hvar yfirstaðnar þetta haustið en í dag er farið í eftirleitir á einhverjum afréttum. Gangnasvæði eru æði misjöfn yfirferðar, ýmist á þýfðu, sléttu eða bröttu landi og fara yfir gil og klungur. Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður og Skottueigandi, var í göngum um daginn og myndaði hrikalega gönguleið sem hann fór.

Árni birti myndbandið á fésbókarsíðu sinni en þar er hann að fara yfir Blákápugil í Egilsdal og eins og sést er það hrikalegt yfirferðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir