Bangsaveiðar í Skagafirði

Bangsi út í glugga getur skemmt mörgum í samkomubanninu sem nú ríkir á landinu. Mynd: FB Bangsaveiðar í Skagafirði.
Bangsi út í glugga getur skemmt mörgum í samkomubanninu sem nú ríkir á landinu. Mynd: FB Bangsaveiðar í Skagafirði.

Fólk hefur fundið ýmislegt skemmtilegt sér til dægrastyttingar í samkomubanninu sem nú er í gildi og hafa foreldrar verið duglegir að tileinka sér hina ýmsu afþreyingu með börnum sínum sem mörg hver eru meira heima en venjulega. Einn af þeim skemmtilegu leikjum sem hafa verið settir í gang eru bangsaveiðar í Skagafirði þar sem reynt er að finna sem flesta bangsa í gluggum héraðsins.

Leikurinn gengur að því tilskyldu að fólk setji bangsa og önnur tuskudýr út í glugga svo þeir sem eru á gangi með börnin sín hafi nóg að gera í veiðiskapnum eða réttara sagt að skoða, telja eða og spekúlera í litum bangsanna. Fyrirmyndin er fengin að láni úr höfuðborginni þar sem ein mamman í Laugarneshverfi kom þessum leik af stað en á Mbl.is kemur fram að upphaflega kemur hugmyndin erlendis frá. 

Þessi ásamt tveim öđrum bíđa spenntir hér í Hlíđarstígnum"Þessi ásamt tveim öđrum bíđa spenntir hér í Hlíđarstígnum."

Óhætt er að segja að leikurinn hafi slegið í gegn og fjölmargir bangsar komnir út í glugga á Sauðárkróki sem bíða þess eins að vera taldir. 
„Styttum okkur stundir og njótum útiverunnar með gormunum okkar. Förum á bangsaveiðar og reynum að finna sem flesta bangsa í gluggum bæjarins. Munum sjálf eftir að setja bangsa út í glugga. Skemmir ekki að fá myndir,“ segir í einni færslunni á Facebookhópnum Bangsaveiðar í Skagafirði.  

„Við skruppum á sleða í kvöldinu og skoðuðum bangsa í leiðinni. Það kom reyndar kvörtun yfir að það væru engir bangsar hjá fyrirtækjum bæjarins. Skorum á þá sem geta laumað böngsum í glugga á sínum fyrirtækjum að gera það, líka þar sem er lokað vegna samkomubanns. Það er svo gaman að finna bangsa alls staðar,“ segir í annarri færslu.

Þá er bara að hvetja alla til að vera með, setja bangsa í gluggann og leyfa þeim að taka þátt í gleðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir