EVERYTIME YOU GO AWAY / Daryl Hall & Elle King

Einn alflottasti sólsöngvari allra tíma, Daryl Hall, er sjötugur í dag. Hall er að sjálfsögðu frægastur fyrir að vera stóri ljóshærði gaurinn í einum vinsælasta dúett allra tíma, Hall & Oates, sem áttu sitt blómaskeið á hinum sígildu eitís-tímum.

Hver man ekki (sem hefur aldur til) eftir lögum eins og Out Of Touch, Kiss On My List, Maneater, So Close, Say It Isn't So, You Make My Dreams og síðast en ekki síst Everytime You Go Away sem Paul Young gerði reyndar vinsælt.

Hall & Oates hófu leik upp úr 1970 og vöktu fyrst athygli með laginu She's Gone. Tónlistin flokkaðist undir -Blue-Eyed-Soul- framan af en breyttist svo með tíðarandanum. Síðari árin hafa þeir fóstbræður verið duglegir að túra ásamt frábærri hljómsveit sinni. Fyrr nokkrum árum ákvað Hall síðan að taka internetið til kostanna og hóf að senda út þætti á netinu. Hann var með hljómsveitina sína heima í stofu og bauð síðan tónlistarmönnum í mat og djamm. Þættirnir hafa notið vinsælda og vakið athygli á tónlist Hall & Oates.

Nú er karlinn semsagt orðinn sjötugur þó hann virðist nú lítið hafa breyst í áranna rás. Hér skutlum við í um það bil árs gamlan flutning hans og Elle King á Everytime You Go Away.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir