HALL OF FAME / The Script

Það kannast örugglega margir við írsku hljómsveitina The Script. Hljómsveitin var sett á laggirnar í Dublin árið 2001 af æskuvinunum Danny O'Donoghue og Mark Sheehan en auk þeirra er nú Glen Power í sveitinni.

The Script hafa gefið út þrjár breiðskífur. Sú fyrsta, sem bar nafnið The Script, kom út 2008 og á henni voru lög á borð við Breakeven og The Man Who Can't Be Moved. Önnur breiðskífan, Science & Faith, kom út árið 2010 en þar var m.a. að finna lögin You Won't Feel a Thing, Nothing og ekki síst For the First Time. Í fyrrahaust kom síðan #3 út og fyrsta smáskífan af henni er einmitt lagið Hall Of Fame þar sem hin fjölhæfi Will.I.Am úr Black Eyed Peas leikur sér með þeim.

The Script hafa sjaldnast verið sérstakt yndi tónlistarspekúlanta sem virðast oftar en ekki vera á þeirri skoðun að hljómsveitin sé óspennandi og lítt frumleg. En þeir hafa náð ansi langt og geta sannarlega sett saman ágæt lög sem grípa.

http://www.youtube.com/watch?v=mk48xRzuNvA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir