I WILL ALWAYS LOVE YOU / Lissie

Lissie er frábær bandarísk tónlistarkona sem hefur kannski ekki alveg náð að slá í gegn. Hún hefur gefið út þrjár sólóplötur og nokkrar EP með ágætum ábreiðum. Hún er í uppáhaldi á Feyki.

Lissie er liðtækur gítarleikari og flinkur lagasmiður. Tónlistin er hræringur af rokki, kántrýi og sól. Lissie er alin upp í Illinois í Bandaríkjunum en hún rekur ættir til Norðurlanda og kannski þess vegna sem hún nýtur vinsælda í Noregi.

Fyrsta sólóplatan hennar var Catching a Tiger (2010) en þar voru lög á borð við When I'm Alone, Record Collector, In Sleep og Bully. Back To Forever kom út 2013 og þar var t.d. að finna lögin Shameless, Sleepwalkin, They All Want You og I Bet On You. Þriðja platan kom svo út nú í byrjun árs og kallast My Wild West. Meðal bestu laga þar eru Hero, Ojai og Sun Keeps Risin'.

Lissie hefur verið dugleg að viðra ábreiður og verið ófeimin í lagavali. Meðal laga sem má finna með henni á YouTube er Stairway To Heaven (LZ), Nothing Really Matters (Metalicca), Hello (Lionel Richie), Go You Own Way (Fleetwood Mac), Story of My Life (One Direction), Bad Romance (Lady Gaga), To Ramona (Bob Dylan), Many Rivers To Cross (Jimmy Cliff) og hér í myndbandinu rennir hún sér í gegnum lagið hennar Dolly Parton, I Will Always Love You, sem Whitney Houston gerði ódauðlegt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir