Jólalag dagsins - Dansaðu vindur

Lagið Dansaðu vindur kom út á plötu Frostrósa, Heyr himnasmiður, árið 2008, sungið af hinni færeysku Eivøru Pálsdóttur, við texta Kristjáns Hreinssonar. Lagið er sænskt að uppruna, samið af Peter Grönvall en sænska textann samdi kona hans Nanne Grönvall.

Den vilda heitir lagið hjá Svíunum og var það fyrst flutt og sigraði í Melodifestivalen 1996 keppninni  og varð þess vegna framlag Svía í Eurovision 1996 í Ósló. Den vilda þýðir hinn villti og fjallar um veturinn. Það var hljómsveitin One More Time sem flutti. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir